„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:59 Benedikt ræðir við dómara í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. „Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira