Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. maí 2024 19:59 Margir af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag sögðust ákveðnir eða að íhuga að kjósa Höllu Tómasdóttur. Halla mældist með 4 prósent fylgi í þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær. Vísir/Vilhelm Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira