NBA meistararnir réðu ekki við hinn magnaða Anthony Edwards Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 08:31 Anthony Edwards var frábær í sigri Minnesota Timberwolves í nótt alveg eins og hann hefur verið í síðustu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. Getty/Matthew Stockman Minnesota Timberwolves er komið í 1-0 á móti ríkjandi NBA meisturum Denver Nuggets eftir sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024 NBA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024
NBA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira