Breska ríkissjónvarpið greinir frá andlátinu. Haft er eftir Lou Coulson, umboðsmanni Hills, að hann hafi látist snemma í morgun.
Hill fór með hlutverk Þeódens, konungs Rohans, í tveimur seinni kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Þá fór hann með hlutverk Smiths skipstjóra í stórmyndinni um afdrif skipsins Titanic.