Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 08:32 Erling Haaland fór á kostum gegn Wolves um helgina. Getty/Chris Brunskill Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“ Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira