Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 09:05 Gleðin var ósvikin hjá norsku hlaupakonunum þegar ólympíufarseðillinn var í höfn, og ekki síður þegar þær fengu að gera upp veðmálið við þjálfarana sína. Instagram/@lakeriertzgaard Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira