Á að banna TikTok? Óttar Birgisson skrifar 6. maí 2024 12:01 Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun