Að tilheyra - Fjölmenningarþing Reykjavíkur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:01 Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Fjölmenning Borgarstjórn Íslensk tunga Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun