Það eru Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi sem standa að málþinginu sem hefst klukkan 10 og stendur til 12:15. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan.
Í tilkynningu segir að á málþinginu verði sjónum beint að þátttöku Íslands í innri markaði Evrópu og evrópskum samstarfsáætlunum og hvaða áskoranir og tækifæri framtíðin beri í skauti sér til umræðu. Málþingið fer fram á ensku.
Ávörp og erindi:
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (myndbandsávarp)
- Iliana Ivanova, framkvæmdastjóri nýsköpunar, rannsóknar, menningar-, mennta- og æskulýðsmála í framkvæmdastjórn ESB (myndbandsávarp)
- Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
- Borgar Þór Einarsson, varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES
- Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður um EES-samstarfið og þátttöku Íslands í evrópskum samstarfsáætlunum með þátttöku fulltrúa úr hinum ýmsu geirum (nýsköpun, rannsóknir, menntun, menning, æskulýðsmál, skapandi greinar o.fl.).
Rætt verður vítt og breitt um tækifæri í samstarfinu og hugsanlegar framtíðaráskoranir.
Umræðustjóri: Björn Malmquist, fréttamaður á RÚV