„Kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2024 10:31 Halla ætlar sér á Bessastaði. Hún hefur aldrei setið auðum höndum, stofnað fleiri fyrirtæki en eitt, elskar fólk og fallega hönnun svo ekki sé talað um matinn sem maðurinn hennar býr til. Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira