Baldur, Jón og Halla Hrund hafa verið að mælast með mest fylgi forsetaframbjóðenda í skoðanakönnunum síðustu vikna. Katrín Jakobsdóttir er einnig í þeim hópi en Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar komst ekki í Pallborðið í dag.
Miðað við skoðanakannanir gæti svo farið að eitthvert þeirra þriggja sem verða til viðtals í Pallborðinu flytji inn á Bessastaði og fylgi maka sínum til ýmissa embættisverka. Í Pallborðinu í dag ætlum við að kynnast þeim Felix, Jógu og Kristjáni betur, heyra hvernig kosningabaráttan blasir við þeim og hvernig mögulegir búferlaflutningar á Álftanes leggist í þau.
Kristín Ólafsdóttir stýrir umræðum. Pallborðið verður eins og áður segir í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst klukkan 14.
Uppfært klukkan 15:20.
Pallborðinu er lokið en upptöku má sjá í spilaranum að ofan.