Forsetakosningar á Eyrarbakka – munu sakna buffsins frá Guðna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2024 20:05 Elín Eyrún Herbertsdóttir, (t.v.), sem er í 9. bekk og Bryndís Rós van Duin, sem er í 10. bekk en þær sáu um að merkja við nemendur og afhenda þeim kjörseðlana í kosningunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Gnarr verður næsti forseti Íslands ef marka má forsetakosningar, sem fóru fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Einn nemandi gaf Baldri Þórhallssyni sitt atkvæði því hann á kött, sem heitir Baldur. Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira