Sigurinn þýðir að Celtic heldur toppsætinu og er með 87 stig, sex stigum meira en Rangers þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Eitt stig í viðbót dugar því Celtic til að landa titlinum endanlega, í stað þess að Rangers næði að jafna Celtic að stigum.
Það gerði Rangers sérstaklega erfitt fyrir að missa John Lundstram af velli með rautt spjald fyrir slæma tæklingu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Enski miðjumaðurinn átti hreint skelfilegan dag því þegar hann fékk rauða spjaldið var staðan þegar orðin 2-1, og hann búinn að skora slysalegt sjálfsmark.
Matthew O‘Riley hafði komið Celtic yfir á 35. mínútu og Lundstram skoraði sjálfsmarkið skömmu síðar, áður en Cyril Dessers kom boltanum framhjá Joe Hart og minnkaði muninn fyrir Rangers á 40. mínútu.
Liðin mætast aftur í úrslitaleik skoska bikarsins 25. maí.