Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 12:32 Myndbönd frá Belgorod sýna að hluti tíu hæða fjölbýlishúss hrundi. AP/Almannavarnir Rússlands Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira