Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 19:59 Pútín tók hóf sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Rússlands í vikunni. getty Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira