Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:43 Landsvirkjun hefur fram að þessu séð sjálf um söluferli á rafmagni til fyrirtækja sem selja heimilum og smærri fyrirtækjum raforku. Vísir/Vilhelm Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12