Það sem býr í Höllu Hrund Viðar Hreinsson skrifar 14. maí 2024 09:01 Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun