Beðnir um að senda börnin sín með net vegna flugnafaraldurs Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 10:36 Vatnsendaskóli í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Vatnsendaskóla í Kópavogi hafa verið beðnir um að senda flugnanet með börnunum sínum í skólann. Ástæðan er mikill flugnafaraldur sem nú geysar í Vatnsendahverfinu. „Það er talsvert um flugu þessa dagana og það má reikna með að það verði þannig eitthvað áfram,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólanum í morgun. Þessi mynd af flugu á húsvegg var birt í íbúahópi á Vatnsenda í fyrradag. Snæbjörn Konráðsson „Mörg börn kvarta undan flugunni og vilja ekki út úr húsi, en við hvetjum þau til að vera úti í þessu fallega vorveðri.“ Samkvæmt upplýsingum frá skólanum er þetta ekki í fyrsta skipti sem flugur gera vart við sig í kringum skólann, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikið um þær. Þó virðist lítið um flugurnar daginn í dag. Skólinn er staðsettur við Elliðavatn sem eðli málsins samkvæmt orsakar veru flugnanna. Skólinn á sjálfur einhver flugnanet, en ekki fyrir öll börn, og því voru foreldrar hvattir til að senda börnin sín með net. Líkt og kemur fram í póstinum er það gert til að hvetja börnin til þess að vera úti. Í hverfishópum fyrir Vatnsendahverfi á Facebook hefur nokkuð verið fjallað um þennan flugufaraldur. Myndir og myndbönd sýna sum þar sem allt er krökkt af flugunni sem hefur verið óboðinn gestur í afmælum og íbúar í hverfinu til áratuga man ekki eftir öðru eins. Áttu myndir eða myndbönd af flugunum í Vatnsendahverfi? Sendu okkur á [email protected]. Kópavogur Skordýr Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Það er talsvert um flugu þessa dagana og það má reikna með að það verði þannig eitthvað áfram,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólanum í morgun. Þessi mynd af flugu á húsvegg var birt í íbúahópi á Vatnsenda í fyrradag. Snæbjörn Konráðsson „Mörg börn kvarta undan flugunni og vilja ekki út úr húsi, en við hvetjum þau til að vera úti í þessu fallega vorveðri.“ Samkvæmt upplýsingum frá skólanum er þetta ekki í fyrsta skipti sem flugur gera vart við sig í kringum skólann, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikið um þær. Þó virðist lítið um flugurnar daginn í dag. Skólinn er staðsettur við Elliðavatn sem eðli málsins samkvæmt orsakar veru flugnanna. Skólinn á sjálfur einhver flugnanet, en ekki fyrir öll börn, og því voru foreldrar hvattir til að senda börnin sín með net. Líkt og kemur fram í póstinum er það gert til að hvetja börnin til þess að vera úti. Í hverfishópum fyrir Vatnsendahverfi á Facebook hefur nokkuð verið fjallað um þennan flugufaraldur. Myndir og myndbönd sýna sum þar sem allt er krökkt af flugunni sem hefur verið óboðinn gestur í afmælum og íbúar í hverfinu til áratuga man ekki eftir öðru eins. Áttu myndir eða myndbönd af flugunum í Vatnsendahverfi? Sendu okkur á [email protected].
Kópavogur Skordýr Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira