Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2024 08:31 Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks þurfa einn sigur í viðbót til að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. getty/Joshua Gateley Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA. Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira