Algeng mistök við fasteignakaup og hvernig þú forðast þau Kristín Ósk Þórðardóttir skrifar 16. maí 2024 16:01 Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun