Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 09:00 Draumasmiðjan á Þingeyri – Ísland, land lifandi ævintýra Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum. Þetta var ekki bara skapandi verkefni, heldur töfrandi upplifun – augnablik þar sem ímyndunaraflið varð að veruleika. Ímyndaðu þér barn sem sér hugmynd sína lifna við í eigin bók, teikningar sínar breytast í leikfang sem það getur knúsað, og sögur þess eru lesnar fyrir önnur börn. Sjö ára Ásgeir var eitt þessara barna. Hann skrifaði og myndskreytti tíu blaðsíðna ævintýrasögu, Týnda kanína. Hann fékk tækifæri til að lesa upp fyrir leikskólabörnin á leikskólanum á Þingeyri, sem fögnuðu henni af innlifun og gleði. Í skólanum voru að minnsta kosti tíu rithöfundar í mótun – börn sem sköpuðu heilu heimana, teiknuðu, sögðu sögur og lifðu sig inn í þær. Þarna fæddist eitthvað stórkostlegt – ungir höfundar með rödd sem skiptir máli. Af hverju að rækta sagnalistina? Þegar börn fá að skrifa sögur, læra þau að skipuleggja hugsanir sínar, þróa persónur og byggja upp spennandi frásagnir. Þau æfa sig í að koma orðum að hugmyndum sínum, dýpka skilning sinn á tungumálinu og öðlast trú á eigin sköpunarkraft. Sagnalistin kennir þeim að búa til heila heima úr orðum. Í hverjum bekk er rithöfundur – líkt og Ásgeir, Sigrún Eldjárn eða Halldór Laxness. Börn hafa sögur að segja, en þeim þarf að gefa rými og verkfæri til að rækta hæfileika sína og byggja upp sjálfstraust sem skapendur. Hver veit nema næsta stórbrotna íslenska ævintýrið sé þegar að fæðast í skólabekk einhvers staðar á landinu? Ísland – leiðandi kyndill ævintýra á heimsvísu Við byggjum á einni stórbrotnustu sagnahefð heimsins – fornsögum, þjóðsögum og nútíma barnabókmenntum sem hafa mótað þjóðarsál okkar. Hugsum okkur Ísland sem lifandi ævintýraland, þar sem börn og fjölskyldur, íslenskar sem erlendar, ganga um slóðir nýrra og sígildra ævintýra. Hvað ef sögurnar okkar lifðu í leiksýningum, á söfnum, í umhverfinu sem leiða börn og foreldra í gegnum heima íslenskra sagnapersóna? Hvað ef Ísland yrði kyndill sem lýsti veginn fyrir framtíðar rithöfunda barnabókmennta um allan heim? Við eigum þegar okkar eigin ævintýraskáld, eins og Mugg frá Bíldudal sem skrifaði Dimma Limm. En hvernig væri ef við myndum hlúa að nýrri kynslóð rithöfunda sem gætu sett Ísland á kortið sem miðpunkt barnasagna á heimsvísu? Hugsaðu stórt – hvað ef...? Hvernig væri ef ungur nemandi á grunnskólaaldri fengi tækifæri til að skapa sögu sem yrði öðrum innblástur? Hvað ef saga eftir íslenskt barn yrði svo mögnuð að hún yrði þýdd á mörg tungumál og lifði áfram í hjörtum barna um allan heim? Til að þetta verði að veruleika þurfum við að hugsa skrefinu lengra. Við þurfum að rækta skapandi hæfileika barna með markvissri nálgun í skólakerfinu. Sérhæfð námskeið í sagnagerð, myndskreytingum og bókaútgáfu gætu gefið börnum þau verkfæri sem þau þurfa til að láta hugmyndir sínar blómstra. Sköpum framtíðina saman Við skulum hlusta á orðin sem börnin á Þingeyri sögðu sjálf: „Ég get skrifað bók!“, „Ég vil gera fleiri sögur!“, „Sagan mín er alvöru saga!“ Þessi orð eru ekki bara saklausar barnsraddir – þau eru vitnisburður um það sem er mögulegt þegar við gefum börnum tækifæri til að skapa. Við sáum það í Draumasmiðjunni: Þegar börnum er treyst, þegar þeim er gefið frelsi til að láta hugmyndir sínar fljúga, þá verða þau rithöfundar, listamenn, sögumenn sem geta breytt heiminum. Við skulum ekki láta þetta verða einstakt verkefni í litlum skóla á Vestfjörðum – við skulum gera þetta að stefnu fyrir framtíðina. Hver skóli gæti orðið skapandi miðstöð fyrir unga rithöfunda. Hver bekkur gæti fætt af sér nýjar sögur, ný ævintýri. Ef við trúum á börnin okkar, þá munu þau skapa eitthvað sem lifir áfram – ekki bara fyrir þau sjálf, heldur fyrir komandi kynslóðir. Menningarleg áhrif slíkrar þróunar væru ómetanleg. Með því að efla íslenska barnabókmenntir og skapa nýjan menningararf, gætum við byggt brú milli kynslóða og gert sagnalistina hluta af daglegu lífi. Börn gætu gengið inn í heim sagnanna, upplifað persónur á lifandi og skemmtilegan hátt og fundið sig sjálf í söguheiminum. Ísland er land sagna, land drauma og land sköpunar. Það er kominn tími til að veita börnum okkar verkfæri til að byggja nýja framtíð á þessum grunni. Draumasmiðjan á Þingeyri sýndi okkur eitt: Með réttu umhverfi og hvatningu getur hvert barn orðið sögumaður framtíðarinnar. Við stöndum á tímamótum – nú er tíminn til að endurvekja og efla íslenska sagnahefð, gefa börnum rödd og sköpunarkraftinn til að móta nýja drauma. Ísland á að verða ljósið sem lýsir veginn fyrir framtíðar rithöfunda ævintýra um allan heim. Höfundur er töframaður og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Draumasmiðjan á Þingeyri – Ísland, land lifandi ævintýra Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum. Þetta var ekki bara skapandi verkefni, heldur töfrandi upplifun – augnablik þar sem ímyndunaraflið varð að veruleika. Ímyndaðu þér barn sem sér hugmynd sína lifna við í eigin bók, teikningar sínar breytast í leikfang sem það getur knúsað, og sögur þess eru lesnar fyrir önnur börn. Sjö ára Ásgeir var eitt þessara barna. Hann skrifaði og myndskreytti tíu blaðsíðna ævintýrasögu, Týnda kanína. Hann fékk tækifæri til að lesa upp fyrir leikskólabörnin á leikskólanum á Þingeyri, sem fögnuðu henni af innlifun og gleði. Í skólanum voru að minnsta kosti tíu rithöfundar í mótun – börn sem sköpuðu heilu heimana, teiknuðu, sögðu sögur og lifðu sig inn í þær. Þarna fæddist eitthvað stórkostlegt – ungir höfundar með rödd sem skiptir máli. Af hverju að rækta sagnalistina? Þegar börn fá að skrifa sögur, læra þau að skipuleggja hugsanir sínar, þróa persónur og byggja upp spennandi frásagnir. Þau æfa sig í að koma orðum að hugmyndum sínum, dýpka skilning sinn á tungumálinu og öðlast trú á eigin sköpunarkraft. Sagnalistin kennir þeim að búa til heila heima úr orðum. Í hverjum bekk er rithöfundur – líkt og Ásgeir, Sigrún Eldjárn eða Halldór Laxness. Börn hafa sögur að segja, en þeim þarf að gefa rými og verkfæri til að rækta hæfileika sína og byggja upp sjálfstraust sem skapendur. Hver veit nema næsta stórbrotna íslenska ævintýrið sé þegar að fæðast í skólabekk einhvers staðar á landinu? Ísland – leiðandi kyndill ævintýra á heimsvísu Við byggjum á einni stórbrotnustu sagnahefð heimsins – fornsögum, þjóðsögum og nútíma barnabókmenntum sem hafa mótað þjóðarsál okkar. Hugsum okkur Ísland sem lifandi ævintýraland, þar sem börn og fjölskyldur, íslenskar sem erlendar, ganga um slóðir nýrra og sígildra ævintýra. Hvað ef sögurnar okkar lifðu í leiksýningum, á söfnum, í umhverfinu sem leiða börn og foreldra í gegnum heima íslenskra sagnapersóna? Hvað ef Ísland yrði kyndill sem lýsti veginn fyrir framtíðar rithöfunda barnabókmennta um allan heim? Við eigum þegar okkar eigin ævintýraskáld, eins og Mugg frá Bíldudal sem skrifaði Dimma Limm. En hvernig væri ef við myndum hlúa að nýrri kynslóð rithöfunda sem gætu sett Ísland á kortið sem miðpunkt barnasagna á heimsvísu? Hugsaðu stórt – hvað ef...? Hvernig væri ef ungur nemandi á grunnskólaaldri fengi tækifæri til að skapa sögu sem yrði öðrum innblástur? Hvað ef saga eftir íslenskt barn yrði svo mögnuð að hún yrði þýdd á mörg tungumál og lifði áfram í hjörtum barna um allan heim? Til að þetta verði að veruleika þurfum við að hugsa skrefinu lengra. Við þurfum að rækta skapandi hæfileika barna með markvissri nálgun í skólakerfinu. Sérhæfð námskeið í sagnagerð, myndskreytingum og bókaútgáfu gætu gefið börnum þau verkfæri sem þau þurfa til að láta hugmyndir sínar blómstra. Sköpum framtíðina saman Við skulum hlusta á orðin sem börnin á Þingeyri sögðu sjálf: „Ég get skrifað bók!“, „Ég vil gera fleiri sögur!“, „Sagan mín er alvöru saga!“ Þessi orð eru ekki bara saklausar barnsraddir – þau eru vitnisburður um það sem er mögulegt þegar við gefum börnum tækifæri til að skapa. Við sáum það í Draumasmiðjunni: Þegar börnum er treyst, þegar þeim er gefið frelsi til að láta hugmyndir sínar fljúga, þá verða þau rithöfundar, listamenn, sögumenn sem geta breytt heiminum. Við skulum ekki láta þetta verða einstakt verkefni í litlum skóla á Vestfjörðum – við skulum gera þetta að stefnu fyrir framtíðina. Hver skóli gæti orðið skapandi miðstöð fyrir unga rithöfunda. Hver bekkur gæti fætt af sér nýjar sögur, ný ævintýri. Ef við trúum á börnin okkar, þá munu þau skapa eitthvað sem lifir áfram – ekki bara fyrir þau sjálf, heldur fyrir komandi kynslóðir. Menningarleg áhrif slíkrar þróunar væru ómetanleg. Með því að efla íslenska barnabókmenntir og skapa nýjan menningararf, gætum við byggt brú milli kynslóða og gert sagnalistina hluta af daglegu lífi. Börn gætu gengið inn í heim sagnanna, upplifað persónur á lifandi og skemmtilegan hátt og fundið sig sjálf í söguheiminum. Ísland er land sagna, land drauma og land sköpunar. Það er kominn tími til að veita börnum okkar verkfæri til að byggja nýja framtíð á þessum grunni. Draumasmiðjan á Þingeyri sýndi okkur eitt: Með réttu umhverfi og hvatningu getur hvert barn orðið sögumaður framtíðarinnar. Við stöndum á tímamótum – nú er tíminn til að endurvekja og efla íslenska sagnahefð, gefa börnum rödd og sköpunarkraftinn til að móta nýja drauma. Ísland á að verða ljósið sem lýsir veginn fyrir framtíðar rithöfunda ævintýra um allan heim. Höfundur er töframaður og rithöfundur
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar