Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir mæta í myndver á Suðurlandsbraut.
Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum en það opnast fyrir útsendingu klukkan 18:20. Kappræðurnar hefjast að loknum fréttum og íþróttum.
Auk þess er fylgst með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Uppfært klukkan 21:20
Kappræðunum er lokið en upptöku má sjá að neðan.