The Athletic greinir frá því að Masters, sem afhenti Manchester City bikarinn á síðasta tímabili, vilji forðast þær aðstæður núna í ljósi þess að félagið hefur verið ákært fyrir 115 meint brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar á árunum 2009 til 2018. Manchester City neitar sök.
Sú var reyndar einnig staðan á síðasta tímabili þegar að Masters afhenti City bikarinn en liðið situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina með tveggja stiga forystu. Hefur örlögin í sínum höndum.
Sigur gegn West Ham á sunnudaginn innsiglar Englandsmeistaratitilinn. Sem yrði sá fjórði í röð hjá Manchester City. Það yrði met í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Alison Brittain, formaður stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar, verður á Etihad leikvanginum sem fulltrúi deildarinnar.
Skytturnar í Arsenal geta þó enn orðið Englandsmeistarar fari svo að liðið vinni Everton og City geri jafntefli eða tapi leik sínum gegn West Ham.
Réttarhöld er tengjast þessum 115 meintu brotum Manchester City eiga að hefjast í október eða nóvember á þessu ári og búist er við því að dómur verði kveðinn upp sumarið 2025.