Grín sem snerist mjög fljótt upp í alvöru Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 10:00 Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins Vísir/Arnar Halldórsson Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru. Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun. Valur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun.
Valur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða