Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. maí 2024 16:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“ FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira