Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 13:50 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Nokkrir nemendur lýstu yfir stuðningi við Arnór skólastjóra í mars. Vísir Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar. Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar.
Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira