Nýtt sveitarfélag Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. maí 2024 15:30 Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái. Með sameiningunni fækkar sveitarfélögum á Vestfjörðum úr níu í átta. Flest hafa sveitarfélögin þar vestra líklega verið 37 þegar byggðin var dreifð um allan kjálkann en fóru fækkandi upp úr 1960 þegar þéttbýli stækkuðu, fólki fækkaði og byggð varð strjálbýlli. Vor fyrir vestan Það má svo vissulega segja að það hafi verið byr í seglum samfélaga á Vestfjörðum undanfarin áratug. Ef horft er til síðustu þriggja áratuga má segja að það ríki meiri bjartsýni og þróttur nú en skynja mátti í upphafi þessarar aldar. Uppbygging nýrra atvinnugreina líkt og fiskeldis og ferðaþjónustu hafa komið inn með nýjan kraft og afleidd störf og íbúatalan vex á ný. Það hefur sannarlega átt við á Sunnanverðum kjálkanum. Það skiptir máli í uppsveiflu að sveitarfélög taki höndum saman og horfi í sömu átt þegar vel gengur, nýti kraftinn til að horfa til framtíðar. Þannig sköpum við framtíð fyrir komandi kynslóðir á svæðinu. Samgöngubætur mikilvægar Við sameiningu sveitarfélaga fækkar þó ekki kílómetrum á milli staða, sama hvað við leggjum sterkan ljósleiðara. Á síðust árum hefur verið lyft grettistaki í samgöngumálum á Vestfjörðum og má líta marga áratugi aftur til að finna sambærilegan framkvæmdakraft. Svo markmiðum um meiri samvinnu sveitarfélaga verði náð þurfa samgöngur að vera greiðar og öruggar. Víða er úrbóta þörf með tilliti til byggðaþróunar og daglegrar vinnusóknar. Við gerum kröfur um að samgöngur á svæðinu séu skilvirkar, öruggar og heilsárs. Um þetta getum við verið sammála. Fleiri jarðgöng þurfa að koma til, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán eru forsenda að bættu samfélagi og að sameiningar gangi vel fyrir sig. Ég óska íbúum á Sunnanverðum Vestfjörðum til hamingju með nýtt sveitarfélag, já það er vor fyrir vestan! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Sveitarstjórnarmál Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái. Með sameiningunni fækkar sveitarfélögum á Vestfjörðum úr níu í átta. Flest hafa sveitarfélögin þar vestra líklega verið 37 þegar byggðin var dreifð um allan kjálkann en fóru fækkandi upp úr 1960 þegar þéttbýli stækkuðu, fólki fækkaði og byggð varð strjálbýlli. Vor fyrir vestan Það má svo vissulega segja að það hafi verið byr í seglum samfélaga á Vestfjörðum undanfarin áratug. Ef horft er til síðustu þriggja áratuga má segja að það ríki meiri bjartsýni og þróttur nú en skynja mátti í upphafi þessarar aldar. Uppbygging nýrra atvinnugreina líkt og fiskeldis og ferðaþjónustu hafa komið inn með nýjan kraft og afleidd störf og íbúatalan vex á ný. Það hefur sannarlega átt við á Sunnanverðum kjálkanum. Það skiptir máli í uppsveiflu að sveitarfélög taki höndum saman og horfi í sömu átt þegar vel gengur, nýti kraftinn til að horfa til framtíðar. Þannig sköpum við framtíð fyrir komandi kynslóðir á svæðinu. Samgöngubætur mikilvægar Við sameiningu sveitarfélaga fækkar þó ekki kílómetrum á milli staða, sama hvað við leggjum sterkan ljósleiðara. Á síðust árum hefur verið lyft grettistaki í samgöngumálum á Vestfjörðum og má líta marga áratugi aftur til að finna sambærilegan framkvæmdakraft. Svo markmiðum um meiri samvinnu sveitarfélaga verði náð þurfa samgöngur að vera greiðar og öruggar. Víða er úrbóta þörf með tilliti til byggðaþróunar og daglegrar vinnusóknar. Við gerum kröfur um að samgöngur á svæðinu séu skilvirkar, öruggar og heilsárs. Um þetta getum við verið sammála. Fleiri jarðgöng þurfa að koma til, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán eru forsenda að bættu samfélagi og að sameiningar gangi vel fyrir sig. Ég óska íbúum á Sunnanverðum Vestfjörðum til hamingju með nýtt sveitarfélag, já það er vor fyrir vestan! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar