Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Dalvík, nánar tiltekið á tjaldsvæði austan við Ólafsfjarðarveg við Ásgarð, þann 13. ágúst í fyrra, sunnudaginn eftir Fiskidaginn mikla.
Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi verið að pissa á almannafæri á tjaldstæðinu þar sem að lögregla hafði afskipti af honum.
Í ákærunni segir að það teljist brot á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar og er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar málsins.