23 ára og búinn að vinna deildina oftar en Rooney, Agüero og Terry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 11:46 Phil Foden lyfti enska meistaratitlinum í sjötta sinn á sjö ára ferli sínum með Manchester City. AP/Dave Thompson Phil Foden kórónaði stórkostlegt tímabil sitt í gær með tveimur mörkum í lokaleik Manchester City á móti West Ham. Mörkin tryggðu liðinu 3-1 sigur og enska meistaratitilinn fjórða árið í röð. Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira