Ísland vann þrjú gull og fjögur silfur á NM í frjálsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 16:31 Aníta Hinriksdóttir vann bæði gull og silfur á Norðurlandamótinu um helgina. FRÍ Ísland komst sjö sinnum á verðlaunapall á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Malmö um helgina. Sex af sautján íslenskum keppendum á mótinu unnu til verðlauna. Daníel Ingi Egilsson, Guðni Valur Guðnason og Aníta Hinriksdóttir urðu öll Norðurlandameistarar og þau Aníta, Birta María Haraldsdóttir, Sindri Hrafn Guðmundsson og Erna Sóley Gunnarsdóttir unnu öll silfur. Daníel Ingi Egilsson úr FH varð Norðurlandameistari í langstökki. Hann stökk 8,21 metra og bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 sentimetra. Með þessu stökki náði hann lágmarki á EM sem fram fer í Róm 7.-12. júní. Í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttsambandsins kemur fram að þessi góði árangur gefur Daníel einnig möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 metrar. Daníel jafnaði tólfta besta árangur í heiminum og á því einnig möguleika á sæti á leikana í gegnum heimslistann. Guðni Valur Guðnason úr ÍR varð Norðurlandameistari í kringlukasti karla með kasti upp á 60,71 metra. Aníta Hinriksdóttir úr FH varð Norðurlandameistari í 1500 metra hlaupi og hljóp á tímanum 4:19,14 mín. Hún vann einnig til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi og hljóp á tímanum 2:05,42 mín. Birta María Haraldsdóttir úr FH bætti sitt persónulega met er hún stökk 1,87 metra í hástökki og hafnaði í öðru sæti. Hún er nú aðeins einum sentimetra frá 34 ára gömlu Íslandsmeti Þórdísar Lilju Gísladóttur. Sindri Hrafn Guðmundsson úr FH var í öðru sæti í spjótkasti með kast upp á 78,82 metra og Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var í öðru sæti í kúluvarpi með kast upp á 17,20 metra. Hilmar Örn Jónsson úr FH komst líka nálægt verðlaunapallinum þegar hann varð fjórði í sleggjukasti með kast upp á 71,5 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Daníel Ingi Egilsson, Guðni Valur Guðnason og Aníta Hinriksdóttir urðu öll Norðurlandameistarar og þau Aníta, Birta María Haraldsdóttir, Sindri Hrafn Guðmundsson og Erna Sóley Gunnarsdóttir unnu öll silfur. Daníel Ingi Egilsson úr FH varð Norðurlandameistari í langstökki. Hann stökk 8,21 metra og bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 sentimetra. Með þessu stökki náði hann lágmarki á EM sem fram fer í Róm 7.-12. júní. Í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttsambandsins kemur fram að þessi góði árangur gefur Daníel einnig möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 metrar. Daníel jafnaði tólfta besta árangur í heiminum og á því einnig möguleika á sæti á leikana í gegnum heimslistann. Guðni Valur Guðnason úr ÍR varð Norðurlandameistari í kringlukasti karla með kasti upp á 60,71 metra. Aníta Hinriksdóttir úr FH varð Norðurlandameistari í 1500 metra hlaupi og hljóp á tímanum 4:19,14 mín. Hún vann einnig til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi og hljóp á tímanum 2:05,42 mín. Birta María Haraldsdóttir úr FH bætti sitt persónulega met er hún stökk 1,87 metra í hástökki og hafnaði í öðru sæti. Hún er nú aðeins einum sentimetra frá 34 ára gömlu Íslandsmeti Þórdísar Lilju Gísladóttur. Sindri Hrafn Guðmundsson úr FH var í öðru sæti í spjótkasti með kast upp á 78,82 metra og Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var í öðru sæti í kúluvarpi með kast upp á 17,20 metra. Hilmar Örn Jónsson úr FH komst líka nálægt verðlaunapallinum þegar hann varð fjórði í sleggjukasti með kast upp á 71,5 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira