„Við drekkum blóð á hverjum morgni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 12:01 Xhaka ásamt þjálfaranum Xabi Alonso á æfingu á Aviva-vellinum í Dyflinni þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld. Getty Granit Xhaka og félagar hans í Bayer Leverkusen eru klárir í slaginn fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Atalanta mætir liðinu í úrslitum. Xhaka, liðsfélagi hans Jonathan Tah og Xabi Alonso sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Dyflinni í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram. Úrslitaleikur Leverkusen og Atalanta er klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Bayer Leverkusen hefur átt sögulegt tímabil þar sem liðið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins og hefur að auki ekki tapað einum einasta leik í neinni keppni í ár. Xhaka var spurður hvernig menn færu að þessu, og hvernig þeir væru ekki einu sinni stressaðir. „Við drekkum blóð á hverjum morgni. Svo við finnum ekki fyrir þessu lengur,“ grínaðist Xhaka og uppskar hlátrasköll blaðamanna. Klippa: „Við drekkum blóð á hverjum morgni“ Xhaka var þá spurður hvort Leverkusen hefði engu að tapa í ljósi þess að liðið hefði þegar náð í dýrmætasta verðlaunagripinn með því að fagna sigri í þýsku deildinni. „Mér finnst við hafa einhverju að tapa, alveg klárlega. Þú ferð inn í úrslitaleiki með það fyrir augum að vinna þá. Okkar meginmarkmið var að reyna að vinna Bundesliguna, annað markmiðið er á morgun (í kvöld) og við munum gera allt sem við getum til að snúa aftur til Leverkusen með Evrópudeildarbikarinn.“ Ummæli Xhaka má sjá í spilaranum að ofan. Þau fyrri eru á ensku en þau síðari á þýsku. Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Xhaka, liðsfélagi hans Jonathan Tah og Xabi Alonso sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Dyflinni í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram. Úrslitaleikur Leverkusen og Atalanta er klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Bayer Leverkusen hefur átt sögulegt tímabil þar sem liðið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins og hefur að auki ekki tapað einum einasta leik í neinni keppni í ár. Xhaka var spurður hvernig menn færu að þessu, og hvernig þeir væru ekki einu sinni stressaðir. „Við drekkum blóð á hverjum morgni. Svo við finnum ekki fyrir þessu lengur,“ grínaðist Xhaka og uppskar hlátrasköll blaðamanna. Klippa: „Við drekkum blóð á hverjum morgni“ Xhaka var þá spurður hvort Leverkusen hefði engu að tapa í ljósi þess að liðið hefði þegar náð í dýrmætasta verðlaunagripinn með því að fagna sigri í þýsku deildinni. „Mér finnst við hafa einhverju að tapa, alveg klárlega. Þú ferð inn í úrslitaleiki með það fyrir augum að vinna þá. Okkar meginmarkmið var að reyna að vinna Bundesliguna, annað markmiðið er á morgun (í kvöld) og við munum gera allt sem við getum til að snúa aftur til Leverkusen með Evrópudeildarbikarinn.“ Ummæli Xhaka má sjá í spilaranum að ofan. Þau fyrri eru á ensku en þau síðari á þýsku.
Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira