„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 11:43 Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun. Getty/Will Palmer Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundi nú rétt fyrir hádegið að hann hafi ekki mátt velja Albert í hópinn „Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þá spurður hvort Albert hafi verið maðurinn sem ekki mátt velja vegna reglna sambandsins. „Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert“ sagði Hareide. Albert hefur verið orðaður við félög víða um Evrópu eftir gott gengi með Genoa á Ítalíu í vetur og Hareide snerti aðeins á því í kjölfarið: „Ég hef verið í þeirri stöðu áður að hafa leikmenn sem eru að líkindum á leið í nýtt félag. Það fer mikil athygli í það. Það getur verið vandræðasamt því hausinn getur þá verið annars staðar (en á landsliðsverkefninu). Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur haft truflandi áhrif.“ „En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því,“ sagði Hareide á fundinum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundi nú rétt fyrir hádegið að hann hafi ekki mátt velja Albert í hópinn „Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þá spurður hvort Albert hafi verið maðurinn sem ekki mátt velja vegna reglna sambandsins. „Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert“ sagði Hareide. Albert hefur verið orðaður við félög víða um Evrópu eftir gott gengi með Genoa á Ítalíu í vetur og Hareide snerti aðeins á því í kjölfarið: „Ég hef verið í þeirri stöðu áður að hafa leikmenn sem eru að líkindum á leið í nýtt félag. Það fer mikil athygli í það. Það getur verið vandræðasamt því hausinn getur þá verið annars staðar (en á landsliðsverkefninu). Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur haft truflandi áhrif.“ „En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því,“ sagði Hareide á fundinum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira