Hitafundur í Laugarnesskóla vegna skólauppbyggingar Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. maí 2024 20:57 Foreldrum í Laugarnesskóla líst illa á áform borgarinnar. Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent