Við elskum föt, eða hvað? Magnús Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2024 09:30 Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun