Danska Se og Hør segir frá þessum en talsmaður greifynjunnar staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við BT.
Fram kemur að Alexandra hafi eftir heimsókn til talnaspekings ákveðið að skipta millinafninu Christina út fyrir Emiliah þannig að hún heiti núna Alexandra Emiliah greifynja.
Talskonan segir að um sé að ræða ákvörðun sem greifynjan hafi ekki sérstakan áhuga á að ræða nánar.
Alexandra giftist Jóakim prins, yngri bróður Friðriks konungs, árið 1995 en þau skildu tíu árum síðar. Þau eignuðust synina Nikolai og Felix.
Alexandra giftist svo Martin Jørgensen árið 2007 en þau skildu árið 2015.