Líkhús Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 23. maí 2024 14:01 Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sjá kirkjugarðarnir alfarið um þetta verkefni. Á öðrum stöðum hefur samfélagið leyst verkefnið með ólíkum hætti. Oftar en ekki hafa líknarfélög tekið þátt í stofnkostnaði og eru líkgeymslur þar ýmis í húsnæði á vegum kirkju, ríkis eða sveitarfélaga, oft í tengslum við heilbrigðisstofnanir. Í einhverjum tilvikum reka einkaaðilar líkhús og þá oft og tíðum líkhús sem einhver af þessum aðilum hefur komið á fót. Í sumum tilvikum tengjast kapellur eða sambærileg herbergi líkgeymslunum. Þróun síðustu ára Á síðustu árum hefur líkgeymslum fækkað, með bættum samgöngum, sameiningu sveitarfélaga og sókna. Samfara því hefur ágreiningur vegna reksturs þeirra og aðgengis að þeim víða komið upp á yfirborðið. Sennilega hefur líka dregið úr því að sjálfboðaliðar sinni verkefnum af þessu tagi. Óljóst er hver á að greiða kostnaðinn við rekstur líkhúsa. Kostnaðurinn við rekstur hefur einnig aukist ár frá ári, annars vegar vegna fólksfjölgunar en hins vegar vegna tilhneigingar til að lengja tímann sem líður frá andláti að útför. Þá hefur einnig komið upp ágreiningur þegar kemur að viðhaldi eða endurnýjun búnaðar tengdum líkhúsum. Mér finnst blasa við að skýra þurfi ábyrgð á því að halda úti og reka líkgeymslur. Eins er mikilvægt að skýra réttindi til aðgengis að líkgeymslum. Í minni byggðarlögum sýnist mér blasa við að eðlilegast væri að tengja staðsetninguna heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum og því að þar þurfa að vera til kælar til að geyma lík til skemmri tíma og vandséð að það sé skynsamlegt að reka fleiri en einn líkkæli í sama byggðarlagi. Á heilbrigðisstofnun er jafnframt starfsfólk til staðar sem hefur sérþekkingu í meðferð líka. Ljóst er að þörf er á misjöfnum útfærslum á milli byggðalaga, enda er þau jafn ólík og þau eru mörg og engin ein lausn sem gengur upp fyrir alla. Ágreiningur um rekstur líkhúsa Svo virðist sem lengi hafi verið uppi ágreiningur milli Kirkjugarðasambands Íslands og dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um það hvort rekstur líkhúsa sé meðtalinn í framlagi ríkisins eða ekki. Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús en ber ekki skylda til þess. Engin lög ná yfir það hvernig skuli fara með hinn látna frá andláti til brennslu og/eða greftrunar. Lög kveða hvorki á um hvers konar húsnæði eða geymslu skuli notast við fyrir líkhús, né hver skuli bera kostnað af líkhúsi, rekstri þess og stofnkostnaði. Nú eru engar kröfur gerðar til þess húsnæðis sem notað er sem líkhús skv. gildandi lögum. Í verklagsreglum sóttvarnarlæknis frá árinu 2018, um meðferð og flutning á líkum, má finna leiðbeiningar m.a. um hreinlæti í líkgeymslum. Í reglunum er skilgreint hvað þurfi að vera til staðar í slíku rými. Ég lagði fram fyrirspurn um málið í janúar. Fyrir áhugasama má finna umræðuna við dómsmálaráðherra hér fyrir neðan, en umræðan fór fram þann 18. mars: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20240318T191201 Er ekki tímabært að bundið verði í lög að ríkissjóður kosti tímabilið frá andláti til greftrunar miðað við ákveðna grunnþjónustu? Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru frá árinu 1993 og þau þarfnast sannarlega endurbóta, sérstaklega hvað varðar að tryggja líkhúsum landsins fullnægjandi rekstrarheimildir. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sjá kirkjugarðarnir alfarið um þetta verkefni. Á öðrum stöðum hefur samfélagið leyst verkefnið með ólíkum hætti. Oftar en ekki hafa líknarfélög tekið þátt í stofnkostnaði og eru líkgeymslur þar ýmis í húsnæði á vegum kirkju, ríkis eða sveitarfélaga, oft í tengslum við heilbrigðisstofnanir. Í einhverjum tilvikum reka einkaaðilar líkhús og þá oft og tíðum líkhús sem einhver af þessum aðilum hefur komið á fót. Í sumum tilvikum tengjast kapellur eða sambærileg herbergi líkgeymslunum. Þróun síðustu ára Á síðustu árum hefur líkgeymslum fækkað, með bættum samgöngum, sameiningu sveitarfélaga og sókna. Samfara því hefur ágreiningur vegna reksturs þeirra og aðgengis að þeim víða komið upp á yfirborðið. Sennilega hefur líka dregið úr því að sjálfboðaliðar sinni verkefnum af þessu tagi. Óljóst er hver á að greiða kostnaðinn við rekstur líkhúsa. Kostnaðurinn við rekstur hefur einnig aukist ár frá ári, annars vegar vegna fólksfjölgunar en hins vegar vegna tilhneigingar til að lengja tímann sem líður frá andláti að útför. Þá hefur einnig komið upp ágreiningur þegar kemur að viðhaldi eða endurnýjun búnaðar tengdum líkhúsum. Mér finnst blasa við að skýra þurfi ábyrgð á því að halda úti og reka líkgeymslur. Eins er mikilvægt að skýra réttindi til aðgengis að líkgeymslum. Í minni byggðarlögum sýnist mér blasa við að eðlilegast væri að tengja staðsetninguna heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum og því að þar þurfa að vera til kælar til að geyma lík til skemmri tíma og vandséð að það sé skynsamlegt að reka fleiri en einn líkkæli í sama byggðarlagi. Á heilbrigðisstofnun er jafnframt starfsfólk til staðar sem hefur sérþekkingu í meðferð líka. Ljóst er að þörf er á misjöfnum útfærslum á milli byggðalaga, enda er þau jafn ólík og þau eru mörg og engin ein lausn sem gengur upp fyrir alla. Ágreiningur um rekstur líkhúsa Svo virðist sem lengi hafi verið uppi ágreiningur milli Kirkjugarðasambands Íslands og dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um það hvort rekstur líkhúsa sé meðtalinn í framlagi ríkisins eða ekki. Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús en ber ekki skylda til þess. Engin lög ná yfir það hvernig skuli fara með hinn látna frá andláti til brennslu og/eða greftrunar. Lög kveða hvorki á um hvers konar húsnæði eða geymslu skuli notast við fyrir líkhús, né hver skuli bera kostnað af líkhúsi, rekstri þess og stofnkostnaði. Nú eru engar kröfur gerðar til þess húsnæðis sem notað er sem líkhús skv. gildandi lögum. Í verklagsreglum sóttvarnarlæknis frá árinu 2018, um meðferð og flutning á líkum, má finna leiðbeiningar m.a. um hreinlæti í líkgeymslum. Í reglunum er skilgreint hvað þurfi að vera til staðar í slíku rými. Ég lagði fram fyrirspurn um málið í janúar. Fyrir áhugasama má finna umræðuna við dómsmálaráðherra hér fyrir neðan, en umræðan fór fram þann 18. mars: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20240318T191201 Er ekki tímabært að bundið verði í lög að ríkissjóður kosti tímabilið frá andláti til greftrunar miðað við ákveðna grunnþjónustu? Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru frá árinu 1993 og þau þarfnast sannarlega endurbóta, sérstaklega hvað varðar að tryggja líkhúsum landsins fullnægjandi rekstrarheimildir. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar