Hvers konar bull er þetta! Fjölnir Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá tillögur um niðurskurð í fjármálaáætlun 2025- 2029 til löggæslu var „hvers konar bull er þetta“. Lögreglustjórar, lögreglumenn og stéttarfélag lögreglumanna hafa verið óþreytandi síðustu ár við að benda á þörf fyrir að fjölga lögreglumönnum og láta lögreglu fá fleiri tæki í hendur til þess að sinna störfum sínum. Flestir fjölmiðlar hafa tekið undir þetta ákall lögreglunnar og bent á brotalamir í löggæslu, að við nálgumst hættuástand með allt of fáum lögreglumönnum á vakt. Það kemur mér því í opna skjöldu þegar stjórnmálamenn telja að í löggæslu sé gott tækifæri til að skera niður og spara. Enn meira kemur mér á óvart þegar ráðherra dómsmála segist ekki telja að þessi niðurskurður muni bitna á þjónustu eða viðbragðstíma lögreglu. Það er greinilega kominn tími til að minna enn einu sinni á að löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Ekki aðeins á hún að veita íbúum þess öryggi heldur er hún einnig ein af grunnstoðum réttarríkis. Það á ekki að þurfa að endurtaka enn einu sinni þá einföldu stærðfræði að lögreglumönnum hefur fækkað mjög hlutfallslega þegar fjöldi þeirra hefur nær staðið í stað í um tuttugu ár á meðan landsmönnum og gestum til landsins hefur fjölgað mikið. Frá árinu 2004 hafa fjölmörg ný verkefni bæst við störf lögreglu sem ekki þekktust fyrir tuttugu árum. Sem dæmi má nefna aukinn fjölda fólks sem sækir um hæli hér á landi og lögreglu er ætlað að koma að þeim málum. Sönnunargögn í málum eru oftar en ekki rafræn, aukið alþjóðlegt samstarf þar sem glæpir þekkja ekki landamæri, fólk nýtir rétt sinn til fjöldamótmæla oftar, aukin umferð um vegi landsins, fleiri ferðamenn sem ýmis verkefni fylgja, náttúruhamfarir o.fl. Í þessi fjölbreyttu verkefni þarf aukinn mannskap. Þó svo að glæpir hafi í auknu mæli flust yfir í netheima og tölvur hætta þeir ekki á sama tíma í raunheimum. Aukin verkefni á sviði tæknirannsókna, fjármunabrota, skipulagðrar brotastarfsemi og ýmissa sérhæfðra rannsókna. Ekki er heldur nægur mannskapur til þess að rannsaka þennan viðbótafjölda brota. Það sem er eðlilega mest í umræðunni í samfélaginu er útkallslögregla, sú lögregla sem á að ganga sólarhringsvaktir. Þetta er sú lögregla sem flestir eiga í samskiptum við og á að vera sýnileg. Vegna sparnaðar undanfarinna ára sem nú á að auka enn frekar er staðreyndin sú að lögregla heldur ekki úti sólarhringsvöktum nema á nokkrum stöðum á landinu. Annars staðar hafa sólarhringsvaktir verið lagðar af og útköllum sinnt af bakvakt. Það hljóta allir að sjá hversu „frábærar afbrotavarnir“ það eru að hafa engan á vakt. Það má ekki heldur gleyma því að stór hluti af störfum og þjónustu lögreglu felst í rannsóknum afbrota. Það er bæði þeim sem verða fyrir broti og þeim sem sakaðir eru um brot mikilvægt að þær rannsóknir séu vandaðar en taki jafnframt sem stystan tíma. Fólk veit almennt ekki að mjög margir lögreglumenn eru í fleiri en einu hlutverki innan lögreglunnar til þess að hægt sé að halda úti lágmarks löggæslu. Sem dæmi má nefna að þegar um stór mótmæli er að ræða fara margir úr störfum sínum í rannsóknardeildum til þess að sinna þeim verkefnum og á meðan liggja niðri þær rannsóknir sem þeir annast. Þá er einnig mjög algengt að rannsóknarlögreglumenn vinni aukavaktir um helgar til þess að hægt sé að manna útkallsvaktir. Þegar ég skoðaði lögreglukerfið fyrir síðustu helgi sá ég að skráð voru í fyrirsögn fimmtán útköll vegna heimilisofbeldismála. Slík mál er ekki hægt að afgreiða á fáum mínútum ef vel á að vera. Heldur þarf að ræða við alla aðila máls, jafnvel kalla til félagsþjónustu eða barnavernd, ákveða hvort fjarlægja þurfi aðila af heimilinu eða bjóða öðrum skjól. Það er eðlilega krafa þeirra sem kalla lögreglu sér til aðstoðar að hún hafi nægan tíma til þess að sinna þeirra máli en þurfi ekki strax að rjúka í næsta útkall. Hvert mál tekur tíma ef það á að upplýsast og lögregla á að veita eðlilega þjónustu. Ég starfa sem rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild og ætla því að lýsa dæmigerðu máli til að gera grein fyrir tímalengd eins útkalls þar. Útkall kom eins og oft er klukkan fimm á sunnudagsmorgni, tilkynnt er um nauðgun. Þá þurfti ég að fara á vettvang og ræða við brotaþola, taka af honum skýrslu, og sannfæra hann svo um að fara á neyðarmóttöku. Ég þurfti að kalla út tæknideild lögreglunnar til að rannsaka vettvang og haldlagða muni. Næst að finna mögulegar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Þá að finna meintan geranda og handtaka hann, yfirheyra og setja í réttarlæknisfræðilega skoðun. Þá þarf ég að hafa uppi á mögulegum vitnum og taka skýrslu af þeim til þess að átta mig betur á aðstæðum. Ég þurfti svo að ræða og koma að ákvörðun með saksóknarfulltrúa um hvort sakborningi er sleppt, hvort krafist verði gæsluvarðhalds eða farbanns. Tíu klukkustundum síðar var ég á leið heim til mín og þá átti ég enn eftir að sinna nokkrum verkefnum vegna málsins sem biðu til morguns. Öll þessi verkefni sem eru hér upptalin eru ekki framkvæmd af einum lögreglumanni heldur þarf að kalla til fólk frá mörgum deildum lögreglunnar. Á meðan þessu verkefni er sinnt eru þeir lögreglumenn sem að því koma ekki að sinna öðrum aðkallandi verkefnum. Með tuttugu lögreglumenn á öllu höfuðborgarsvæðinu á vakt í almennri lögreglu er ljóst að margir sem kalla til lögreglu geta þurfta bíða lengi eftir þjónustu. Lögreglan er að forgangsraða forgangsmálum. Þrátt fyrir aukna tækni eru flest þau verkefni sem lögregla sinnir mannaflsfrek, tæknin leysir ekki allt. Við þetta bætist svo að húsnæðismál lögreglu víða um land eru í miklum ólestri, eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir við fangaklefa, víða er vinnurými gamalt og þröngt og jafnvel myglað. Það hlýtur auðvitað að vera eitthvað grín að halda því fram að þjónusta lögreglu versni ekki með auknum niðurskurði. Nær væri þá að segja og viðurkenna að við höfum því miður ekki efni á því að halda uppi viðunandi löggæslu í landinu. Mér sýnist blasa við að auknar aðhaldskröfur sem nú eru boðaðar muni ekki aðeins bitna á þeim sem þurfa að leita til lögreglu heldur er verið að setja samfélagið allt og grunnstoðir þess í hættu. Ég vil því hvetja fjárveitingarvaldið og alveg sérstaklega ráðherra dómsmála til þess að afstýra þessum boðaða niðurskurði. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður og formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá tillögur um niðurskurð í fjármálaáætlun 2025- 2029 til löggæslu var „hvers konar bull er þetta“. Lögreglustjórar, lögreglumenn og stéttarfélag lögreglumanna hafa verið óþreytandi síðustu ár við að benda á þörf fyrir að fjölga lögreglumönnum og láta lögreglu fá fleiri tæki í hendur til þess að sinna störfum sínum. Flestir fjölmiðlar hafa tekið undir þetta ákall lögreglunnar og bent á brotalamir í löggæslu, að við nálgumst hættuástand með allt of fáum lögreglumönnum á vakt. Það kemur mér því í opna skjöldu þegar stjórnmálamenn telja að í löggæslu sé gott tækifæri til að skera niður og spara. Enn meira kemur mér á óvart þegar ráðherra dómsmála segist ekki telja að þessi niðurskurður muni bitna á þjónustu eða viðbragðstíma lögreglu. Það er greinilega kominn tími til að minna enn einu sinni á að löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Ekki aðeins á hún að veita íbúum þess öryggi heldur er hún einnig ein af grunnstoðum réttarríkis. Það á ekki að þurfa að endurtaka enn einu sinni þá einföldu stærðfræði að lögreglumönnum hefur fækkað mjög hlutfallslega þegar fjöldi þeirra hefur nær staðið í stað í um tuttugu ár á meðan landsmönnum og gestum til landsins hefur fjölgað mikið. Frá árinu 2004 hafa fjölmörg ný verkefni bæst við störf lögreglu sem ekki þekktust fyrir tuttugu árum. Sem dæmi má nefna aukinn fjölda fólks sem sækir um hæli hér á landi og lögreglu er ætlað að koma að þeim málum. Sönnunargögn í málum eru oftar en ekki rafræn, aukið alþjóðlegt samstarf þar sem glæpir þekkja ekki landamæri, fólk nýtir rétt sinn til fjöldamótmæla oftar, aukin umferð um vegi landsins, fleiri ferðamenn sem ýmis verkefni fylgja, náttúruhamfarir o.fl. Í þessi fjölbreyttu verkefni þarf aukinn mannskap. Þó svo að glæpir hafi í auknu mæli flust yfir í netheima og tölvur hætta þeir ekki á sama tíma í raunheimum. Aukin verkefni á sviði tæknirannsókna, fjármunabrota, skipulagðrar brotastarfsemi og ýmissa sérhæfðra rannsókna. Ekki er heldur nægur mannskapur til þess að rannsaka þennan viðbótafjölda brota. Það sem er eðlilega mest í umræðunni í samfélaginu er útkallslögregla, sú lögregla sem á að ganga sólarhringsvaktir. Þetta er sú lögregla sem flestir eiga í samskiptum við og á að vera sýnileg. Vegna sparnaðar undanfarinna ára sem nú á að auka enn frekar er staðreyndin sú að lögregla heldur ekki úti sólarhringsvöktum nema á nokkrum stöðum á landinu. Annars staðar hafa sólarhringsvaktir verið lagðar af og útköllum sinnt af bakvakt. Það hljóta allir að sjá hversu „frábærar afbrotavarnir“ það eru að hafa engan á vakt. Það má ekki heldur gleyma því að stór hluti af störfum og þjónustu lögreglu felst í rannsóknum afbrota. Það er bæði þeim sem verða fyrir broti og þeim sem sakaðir eru um brot mikilvægt að þær rannsóknir séu vandaðar en taki jafnframt sem stystan tíma. Fólk veit almennt ekki að mjög margir lögreglumenn eru í fleiri en einu hlutverki innan lögreglunnar til þess að hægt sé að halda úti lágmarks löggæslu. Sem dæmi má nefna að þegar um stór mótmæli er að ræða fara margir úr störfum sínum í rannsóknardeildum til þess að sinna þeim verkefnum og á meðan liggja niðri þær rannsóknir sem þeir annast. Þá er einnig mjög algengt að rannsóknarlögreglumenn vinni aukavaktir um helgar til þess að hægt sé að manna útkallsvaktir. Þegar ég skoðaði lögreglukerfið fyrir síðustu helgi sá ég að skráð voru í fyrirsögn fimmtán útköll vegna heimilisofbeldismála. Slík mál er ekki hægt að afgreiða á fáum mínútum ef vel á að vera. Heldur þarf að ræða við alla aðila máls, jafnvel kalla til félagsþjónustu eða barnavernd, ákveða hvort fjarlægja þurfi aðila af heimilinu eða bjóða öðrum skjól. Það er eðlilega krafa þeirra sem kalla lögreglu sér til aðstoðar að hún hafi nægan tíma til þess að sinna þeirra máli en þurfi ekki strax að rjúka í næsta útkall. Hvert mál tekur tíma ef það á að upplýsast og lögregla á að veita eðlilega þjónustu. Ég starfa sem rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild og ætla því að lýsa dæmigerðu máli til að gera grein fyrir tímalengd eins útkalls þar. Útkall kom eins og oft er klukkan fimm á sunnudagsmorgni, tilkynnt er um nauðgun. Þá þurfti ég að fara á vettvang og ræða við brotaþola, taka af honum skýrslu, og sannfæra hann svo um að fara á neyðarmóttöku. Ég þurfti að kalla út tæknideild lögreglunnar til að rannsaka vettvang og haldlagða muni. Næst að finna mögulegar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Þá að finna meintan geranda og handtaka hann, yfirheyra og setja í réttarlæknisfræðilega skoðun. Þá þarf ég að hafa uppi á mögulegum vitnum og taka skýrslu af þeim til þess að átta mig betur á aðstæðum. Ég þurfti svo að ræða og koma að ákvörðun með saksóknarfulltrúa um hvort sakborningi er sleppt, hvort krafist verði gæsluvarðhalds eða farbanns. Tíu klukkustundum síðar var ég á leið heim til mín og þá átti ég enn eftir að sinna nokkrum verkefnum vegna málsins sem biðu til morguns. Öll þessi verkefni sem eru hér upptalin eru ekki framkvæmd af einum lögreglumanni heldur þarf að kalla til fólk frá mörgum deildum lögreglunnar. Á meðan þessu verkefni er sinnt eru þeir lögreglumenn sem að því koma ekki að sinna öðrum aðkallandi verkefnum. Með tuttugu lögreglumenn á öllu höfuðborgarsvæðinu á vakt í almennri lögreglu er ljóst að margir sem kalla til lögreglu geta þurfta bíða lengi eftir þjónustu. Lögreglan er að forgangsraða forgangsmálum. Þrátt fyrir aukna tækni eru flest þau verkefni sem lögregla sinnir mannaflsfrek, tæknin leysir ekki allt. Við þetta bætist svo að húsnæðismál lögreglu víða um land eru í miklum ólestri, eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir við fangaklefa, víða er vinnurými gamalt og þröngt og jafnvel myglað. Það hlýtur auðvitað að vera eitthvað grín að halda því fram að þjónusta lögreglu versni ekki með auknum niðurskurði. Nær væri þá að segja og viðurkenna að við höfum því miður ekki efni á því að halda uppi viðunandi löggæslu í landinu. Mér sýnist blasa við að auknar aðhaldskröfur sem nú eru boðaðar muni ekki aðeins bitna á þeim sem þurfa að leita til lögreglu heldur er verið að setja samfélagið allt og grunnstoðir þess í hættu. Ég vil því hvetja fjárveitingarvaldið og alveg sérstaklega ráðherra dómsmála til þess að afstýra þessum boðaða niðurskurði. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður og formaður Landssambands lögreglumanna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun