Paquetá ákærður fyrir að sækjast eftir spjaldi í eigin leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 15:30 Lucas Paqueta er sá nýjasti í röð leikmanna sem enska knattspyrnusambandið ákærir fyrir brot á veðmálareglum. Clive Rose/Getty Images Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Því er haldið fram að Paquetá hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi frá dómaranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði“ eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. Leikir West Ham sem um ræðir eru: Gegn Leicester City, 12. nóvember 2022 Gegn Aston Villa, 12. mars 2023 Gegn Leeds United, 21. maí 2023 Gegn AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á FA reglum F2 og F3, vegna ósamvinnufýsni við rannsókn málsins. Rannsókn málsins hófst þegar óvenjulegur fjöldi veðmála barst frá Brasilíu, þar sem veðjað var á að Paquetá fengi gult spjald í leiknum gegn Aston Villa, sem hann og gerði fyrir þessar tvær glæfralegu tæklingar á 70. mínútu. Paqueta you silly sausage. He was desperate for it. 🤣 https://t.co/ywa5sc2b14 pic.twitter.com/yR221aoUoH— Jay (@JayVtid) May 23, 2024 Paquetá hefur til 3. júní að svara þessum ásökunum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki veita frekari upplýsingar þar til málinu lýkur. Paquetá gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir að ákæran barst. Þar kvaðst hann hafa veitt knattspyrnusambandinu alla sína aðstoð við rannsókn málsins og því komi ákæran honum verulega á óvart. Hann muni berjast af öllum mætti við að hreinsa nafn sitt. pic.twitter.com/Z5yRycsPnA— Lucas Paquetá (@LucasPaqueta97) May 23, 2024 Enski boltinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Hætta við að fá Paqueta eftir ásakanir um brot á veðmálareglum Englandsmeistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðjumanninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upplýst var um að leikmaðurinn sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. 22. ágúst 2023 22:01 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira
Því er haldið fram að Paquetá hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi frá dómaranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði“ eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. Leikir West Ham sem um ræðir eru: Gegn Leicester City, 12. nóvember 2022 Gegn Aston Villa, 12. mars 2023 Gegn Leeds United, 21. maí 2023 Gegn AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á FA reglum F2 og F3, vegna ósamvinnufýsni við rannsókn málsins. Rannsókn málsins hófst þegar óvenjulegur fjöldi veðmála barst frá Brasilíu, þar sem veðjað var á að Paquetá fengi gult spjald í leiknum gegn Aston Villa, sem hann og gerði fyrir þessar tvær glæfralegu tæklingar á 70. mínútu. Paqueta you silly sausage. He was desperate for it. 🤣 https://t.co/ywa5sc2b14 pic.twitter.com/yR221aoUoH— Jay (@JayVtid) May 23, 2024 Paquetá hefur til 3. júní að svara þessum ásökunum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki veita frekari upplýsingar þar til málinu lýkur. Paquetá gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir að ákæran barst. Þar kvaðst hann hafa veitt knattspyrnusambandinu alla sína aðstoð við rannsókn málsins og því komi ákæran honum verulega á óvart. Hann muni berjast af öllum mætti við að hreinsa nafn sitt. pic.twitter.com/Z5yRycsPnA— Lucas Paquetá (@LucasPaqueta97) May 23, 2024
Enski boltinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Hætta við að fá Paqueta eftir ásakanir um brot á veðmálareglum Englandsmeistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðjumanninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upplýst var um að leikmaðurinn sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. 22. ágúst 2023 22:01 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira
Hætta við að fá Paqueta eftir ásakanir um brot á veðmálareglum Englandsmeistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðjumanninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upplýst var um að leikmaðurinn sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. 22. ágúst 2023 22:01