Styrkja kaup á sérhönnuðu listaverki Ólafs Elíassonar Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 16:09 Páll Vilhjálmsson, forseti bæjarstjórnar, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd/Stjórnarráðið Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en Vestmanneyjarbær festi í dag kaup á sérhönnuðu verki eftir listamanninn í tilefni að 50 ár eru liðin frá goslokum í Heimaey. Hönnun og undirbúningur við verkið er þegar hafinn. „Það skal engan undra að einn af okkar helstu listamönnum sem er eftirsóttur um allan heim skuli velja Vestmannaeyjar fyrir eitt af sínum merkustu og framsæknustu verkum. Það er ekki síst að þakka hugrekki og framsýni bæjarstjórnar og ég er fullviss um að þetta verk verður gríðarlegt aðdráttarafl á heimsvísu,“ er haft eftir Lilju Dögg í tilkynningunni. Hönnunarferlið hafi staðið yfir í heilt ár Undirritunin fór fram undir Eldfelli í Vestmannaeyjum og var við tilefnið einnig undirritaður samningur við listamanninn Ólaf Elíasson sem viðstaddur var í gegnum fjarfundarbúnað. Ólafur lýsti yfir mikilli tilhlökkun yfir því að koma sem fyrst aftur til Eyja og hefjast handa en hönnunarferlið hefur staðið yfir í rúmt ár. Listaverkið verður, samkvæmt tilkynningunni, einstakt á heimsvísu og það eina sem inniheldur eldfjall. Verkið er verkfræðilega flókið og samanstendur af listaverki og gönguleið sem staðsett verður á Eldfelli og mun virkja skilningarvit gesta með litabreytum sem hannaðar eru í kringum staðsetningu verksins með tillit til sólar og landslags. Styrkja gerð göngustígs Ráðuneytið mun styrkja gerð göngustígs sem listamaðurinn hannaði og er hluti af listaverkinu en gönguleiðin liggur í hring og í gegnum verkið og gerir gestum fært að upplifa verkið til fullnustu frá mismunandi sjónarhornum. Göngustígurinn er hannaður með sjálfbærni í huga og fellur vel að náttúrunni og mun ekki skilja eftir sig spor verði kosið að fjarlægja hann í framtíðinni. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir mikil gæði vera fólgin í því að vefja list og menningu í landslag bæjarins, ekki síst á þessum tímamótum. „Listir og menning gefa lífinu lit og ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn frá menningar- og viðskiptaráðherra, Alþingi og ríkisstjórninni.“ Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar var viðstaddur athöfnina og tók undir orð bæjarstjórans í blíðskapar veðri undir hraunbreiðunni og sagðist fullur tilhlökkunar „Ég er viss um að við munum horfa til þessa dags með stolti, vonandi að ári liðnu, þegar fyrsti áfanga verksins lýkur.“ Myndlist Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Menning Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en Vestmanneyjarbær festi í dag kaup á sérhönnuðu verki eftir listamanninn í tilefni að 50 ár eru liðin frá goslokum í Heimaey. Hönnun og undirbúningur við verkið er þegar hafinn. „Það skal engan undra að einn af okkar helstu listamönnum sem er eftirsóttur um allan heim skuli velja Vestmannaeyjar fyrir eitt af sínum merkustu og framsæknustu verkum. Það er ekki síst að þakka hugrekki og framsýni bæjarstjórnar og ég er fullviss um að þetta verk verður gríðarlegt aðdráttarafl á heimsvísu,“ er haft eftir Lilju Dögg í tilkynningunni. Hönnunarferlið hafi staðið yfir í heilt ár Undirritunin fór fram undir Eldfelli í Vestmannaeyjum og var við tilefnið einnig undirritaður samningur við listamanninn Ólaf Elíasson sem viðstaddur var í gegnum fjarfundarbúnað. Ólafur lýsti yfir mikilli tilhlökkun yfir því að koma sem fyrst aftur til Eyja og hefjast handa en hönnunarferlið hefur staðið yfir í rúmt ár. Listaverkið verður, samkvæmt tilkynningunni, einstakt á heimsvísu og það eina sem inniheldur eldfjall. Verkið er verkfræðilega flókið og samanstendur af listaverki og gönguleið sem staðsett verður á Eldfelli og mun virkja skilningarvit gesta með litabreytum sem hannaðar eru í kringum staðsetningu verksins með tillit til sólar og landslags. Styrkja gerð göngustígs Ráðuneytið mun styrkja gerð göngustígs sem listamaðurinn hannaði og er hluti af listaverkinu en gönguleiðin liggur í hring og í gegnum verkið og gerir gestum fært að upplifa verkið til fullnustu frá mismunandi sjónarhornum. Göngustígurinn er hannaður með sjálfbærni í huga og fellur vel að náttúrunni og mun ekki skilja eftir sig spor verði kosið að fjarlægja hann í framtíðinni. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir mikil gæði vera fólgin í því að vefja list og menningu í landslag bæjarins, ekki síst á þessum tímamótum. „Listir og menning gefa lífinu lit og ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn frá menningar- og viðskiptaráðherra, Alþingi og ríkisstjórninni.“ Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar var viðstaddur athöfnina og tók undir orð bæjarstjórans í blíðskapar veðri undir hraunbreiðunni og sagðist fullur tilhlökkunar „Ég er viss um að við munum horfa til þessa dags með stolti, vonandi að ári liðnu, þegar fyrsti áfanga verksins lýkur.“
Myndlist Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Menning Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp