Spennan í hámarki fyrir lokadaginn Leikið um landið 24. maí 2024 16:49 Liðin stoppuðu á Húsavík þar sem keppt var í klassísku kappáti. Kristín Ruth, Ómar og Tommi fóru fyrir liðum sínum. Þegar keppendur í Leikið um landið hófu þriðja keppnisdag í gær leiddi lið Bylgjunnar keppnina með 11 stig. Sigurvegarar síðasta árs, FM957, voru hins vegar í þriðja og síðasta sæti með 8 stig. Það var því alveg ljóst í upphafi dags að Egill Ploder og Kristín Ruth, liðsmenn FM957, vildu sjá breytingar á stöðunni. Fyrsta þrautin var Oreo keppni þar sem Oreo köku var komið fyrir á enninu og reynt að koma henni niður í munn. Kristín Ruth, Tommi Steindórs og Ómar hófu leikinn og var Tommi fyrstur. Ingimar stökk þá í sófann og var snöggur að klára. X977 sigraði fyrstu þrautina en Bylgjan rak lestina þrátt fyrir stórar yfirlýsingar Þórdísar fyrir keppni. Oreo keppnin var fyrsta þraut dagsins. Tommi og Ingimar voru glaðir í bragði þegar þeir keyrðu frá Fáskrúðsfirði. „Stigasöfnunin var góð í gær og byrjaði vel í morgun,“ segir Tommi. „Bæti ég kannski Íslandsmetið í Oreo keppninni?“ Þórdís Bylgjukona reyndi að stappa stálinu í sinn mann. „Þetta var bara eitt tap í morgun sem ætti að gefa okkur byr undir báða vængi. Við ætlum ekki að tapa fleiri keppnum í dag!“ Egill úr FM957 liðinu hafði orð á því hvað Fáskrúðsfjörður væri fallegur bær. „Ég hef aldrei komið hingað áður.“ Egill og Kristín kunnu vel við sig á Austurlandi. Næsti viðkomustaður var Húsavík þar sem stoppað var við veitingastaðinn Sölku þar sem næsta þraut fór fram. Um er að ræða klassískt kappát: hamborgari, franskar og drykkur. Kristín Ruth, Ómar og Tommi fóru fyrir liðum sínum. Hvað skyldu þau halda að þau þurfi langan tíma til að klára máltíðina? „Ég gef þessu 35 sekúndur,“ segir Ómar. „22 sekúndur á mig,“ segir Tommi. „Ég ætla að segja að ég verði svona 3 mínútur að þessu,“ segir Kristín sem er ekki bjartsýn. Strákarnir ráðast á matinn með puttunum meðan Kristín notar hnífapör. „Ég tek bara minn tíma í þetta og ætla að njóta matarins,“ Kristín. „Ég ætla að vinna þetta!,“ heyrist í Tomma sem er kominn vel á veg með sína máltíð og fær sér bjórsopa. Vanur maður á ferð hér enda sigraði X977 þessa þraut. Seinasti viðkomustaður dagsins var Fosshótel Húsavík en þar var keppt í síðustu þraut dagsins sem var kokteilakeppni. Liðin fengu aðgang á glæsilegum bar með öllum helstu tólum og hráefnum. „Meira að segja glösin eru FM græn,“ segi Egill og Kristín. „Þá hljótum við að vinna þessa keppni.“ FM hópurinn að undirbúa sig fyrir kokteilakeppnina. Bylgjuliðið skírði sinn drykk Bylgjuhraðlestina. „Við fengum nýlega skilaboð frá hlustanda sem var svo spenntur yfir því að Bylgjuhraðlestin væri að byrja á næstu dögum og þannig kom nafnið.“ X977 liðið skírði sinn drykk Ofurkolla. „Við viljum helst bara nota íslenskt hráefni, jafnvel héðan úr sveitinni,“ segir Ingimar sem stjórnaði þessu verkefni. „Nú er ég að fá heilablóðfall,“ sagði hann stuttu síðar þegar blöndunin gekk hægt fyrir sig og tíminn var er að renna út. „Kreistu sítrónusafa! Við þurfum safa, drífa sig!“ Dómarinn bragðaði á öllum drykkjunum og sagði þá smakkast vel. Hún kvað þó upp sinn dóm: Bylgjan var númer þrjú, X977 í öðru sæti og FM957 sigraði kokteilkeppnina við gríðarlegan fögnuð Egils og Kristínar. Að venju var farið yfir Verna skorið um kvöldið. Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum eins og áður hefur komið fram. Meðaltal FM957 var 90,75 meðan X977 var með 89,66 og Bylgjan var með 88,5. Það var því FM977 sem sigraði með besta skorið. Í lok þriðja keppnisdag var því ljóst að X977 leiðir keppnina með 17 stig. Lið FM957 er í öðru sæti með 15 stig og Bylgjan rekur lestina með 12 stig. Klippa: Leikið um landið - þriðji keppnisdagur Einn keppnisdagur er eftir og ljóst er að röðun liðanna getur breyst á lokadegi. Spennan er því í hámarki! Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan. Leikið um landið Bylgjan FM957 X977 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Sjá meira
Fyrsta þrautin var Oreo keppni þar sem Oreo köku var komið fyrir á enninu og reynt að koma henni niður í munn. Kristín Ruth, Tommi Steindórs og Ómar hófu leikinn og var Tommi fyrstur. Ingimar stökk þá í sófann og var snöggur að klára. X977 sigraði fyrstu þrautina en Bylgjan rak lestina þrátt fyrir stórar yfirlýsingar Þórdísar fyrir keppni. Oreo keppnin var fyrsta þraut dagsins. Tommi og Ingimar voru glaðir í bragði þegar þeir keyrðu frá Fáskrúðsfirði. „Stigasöfnunin var góð í gær og byrjaði vel í morgun,“ segir Tommi. „Bæti ég kannski Íslandsmetið í Oreo keppninni?“ Þórdís Bylgjukona reyndi að stappa stálinu í sinn mann. „Þetta var bara eitt tap í morgun sem ætti að gefa okkur byr undir báða vængi. Við ætlum ekki að tapa fleiri keppnum í dag!“ Egill úr FM957 liðinu hafði orð á því hvað Fáskrúðsfjörður væri fallegur bær. „Ég hef aldrei komið hingað áður.“ Egill og Kristín kunnu vel við sig á Austurlandi. Næsti viðkomustaður var Húsavík þar sem stoppað var við veitingastaðinn Sölku þar sem næsta þraut fór fram. Um er að ræða klassískt kappát: hamborgari, franskar og drykkur. Kristín Ruth, Ómar og Tommi fóru fyrir liðum sínum. Hvað skyldu þau halda að þau þurfi langan tíma til að klára máltíðina? „Ég gef þessu 35 sekúndur,“ segir Ómar. „22 sekúndur á mig,“ segir Tommi. „Ég ætla að segja að ég verði svona 3 mínútur að þessu,“ segir Kristín sem er ekki bjartsýn. Strákarnir ráðast á matinn með puttunum meðan Kristín notar hnífapör. „Ég tek bara minn tíma í þetta og ætla að njóta matarins,“ Kristín. „Ég ætla að vinna þetta!,“ heyrist í Tomma sem er kominn vel á veg með sína máltíð og fær sér bjórsopa. Vanur maður á ferð hér enda sigraði X977 þessa þraut. Seinasti viðkomustaður dagsins var Fosshótel Húsavík en þar var keppt í síðustu þraut dagsins sem var kokteilakeppni. Liðin fengu aðgang á glæsilegum bar með öllum helstu tólum og hráefnum. „Meira að segja glösin eru FM græn,“ segi Egill og Kristín. „Þá hljótum við að vinna þessa keppni.“ FM hópurinn að undirbúa sig fyrir kokteilakeppnina. Bylgjuliðið skírði sinn drykk Bylgjuhraðlestina. „Við fengum nýlega skilaboð frá hlustanda sem var svo spenntur yfir því að Bylgjuhraðlestin væri að byrja á næstu dögum og þannig kom nafnið.“ X977 liðið skírði sinn drykk Ofurkolla. „Við viljum helst bara nota íslenskt hráefni, jafnvel héðan úr sveitinni,“ segir Ingimar sem stjórnaði þessu verkefni. „Nú er ég að fá heilablóðfall,“ sagði hann stuttu síðar þegar blöndunin gekk hægt fyrir sig og tíminn var er að renna út. „Kreistu sítrónusafa! Við þurfum safa, drífa sig!“ Dómarinn bragðaði á öllum drykkjunum og sagði þá smakkast vel. Hún kvað þó upp sinn dóm: Bylgjan var númer þrjú, X977 í öðru sæti og FM957 sigraði kokteilkeppnina við gríðarlegan fögnuð Egils og Kristínar. Að venju var farið yfir Verna skorið um kvöldið. Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum eins og áður hefur komið fram. Meðaltal FM957 var 90,75 meðan X977 var með 89,66 og Bylgjan var með 88,5. Það var því FM977 sem sigraði með besta skorið. Í lok þriðja keppnisdag var því ljóst að X977 leiðir keppnina með 17 stig. Lið FM957 er í öðru sæti með 15 stig og Bylgjan rekur lestina með 12 stig. Klippa: Leikið um landið - þriðji keppnisdagur Einn keppnisdagur er eftir og ljóst er að röðun liðanna getur breyst á lokadegi. Spennan er því í hámarki! Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.
Leikið um landið Bylgjan FM957 X977 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Sjá meira