Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 22:42 Vladímír Pútín tekur í hönd Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands í dag. Þar sagði Pútín að hann væri tilbúinn í friðarviðræður en dróg á sama tíma lögmæti forseta Úkraínu í efa. AP/Dmitry Azarov/Spútnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum, sem hún segir háttsetta rússneska embættismenn, að Pútín vilji semja um vopnahlé en hann sé einnig tilbúinn að halda stríðinu áfram eins lengi og þörf krefji fallist Úkraínumenn ekki á það. Rússar hafa nú tæplega fimmtung Úkraínu á valdi sínu. Pútín var spurður út í þær fréttir á blaðamannafundi í Hvíta-Rússlandi í dag. Hann sagði að hefja ætti friðarviðræður að nýju á grundvelli „raunveruleikans á staðnum“ og í anda tillaganna sem voru ræddar á fyrstu vikum stríðsins fyrir rúmum tveimur árum. Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gaf lítið fyrir meintan friðarvilja Pútín í færslu á samfélagmiðlinum X í dag. Þar sakaði hann Pútín um að reyna að spilla fyrir friðarfundi sem á að fara fram í Sviss að undirlagi Úkraínumanna í næsta mánuði með því að senda frá sér fölsk skilaboð um að hann sé tilbúinn að stöðva stríðið. „Pútín hefur engan áhuga á að stöðva árás sína á Úkraínu þessa stundina. Aðeins regluföst og sameinuðu rödd meirihluta alþjóðasamfélagsins getur þvingað hann til þess að velja frið fram yfir stríð,“ skrifaði Kuleba. Selenskíj hefur ítrekað hafnað því að semja um frið á forsendum Rússa sem hafa sölsað undir sig stóran hluta Úkraínu.Vísir/EPA Dregur lögmæti Selenskíj í efa Markmið friðarfundarins í Sviss í júní er að finna samhljóm á meðal þjóða um hvernig hægt sé að binda enda á stríðið í Úkraínu, að sögn Reuters. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, boðaði til fundarins en hann hefur sagt að Pútín ætti ekki að sækja hann. Gestgjafarnir í Sviss hafa ekki boðið Rússum. Pútín dró lögmæti Selenskíj sem viðsemjanda í efa þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Fimm ára kjörtímabili Selenskíj sem forseta lauk í vikunni en forsetakosningar voru ekki haldnar í ljósi þess að herlög gilda vegna stríðsins. „En við hvern eigum við að semja? Það er ekki gagnslaus spurning. Við áttum okkur auðvitað á að lögmæti sitjandi þjóðhöfðingja er útrunnið,“ sagði Pútín. Selenskíj hefur ítrekað sagt að friður á forsendum Rússa komi ekki til mála og hefur heitið því að vinna til baka hernumin svæði, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrir áratug. Reuters segir að Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra taki ummælum Pútín um lögmæti Selenskíj til marks um að honum sé ekki alvara með tali um friðarviðræður. Pútín var sjálfur endurkjörinn forseti í fjórða sinn í kosningum í vor sem fá lýðræðisríki telja hafa verið sanngjarnar. Þar á hann að hafa fengið rúmlega 88 prósent atkvæða. Sitji Pútín út kjörtímabilið verður hann þaulsetnasti leiðtogi Rússlands frá því að alræðisherrann Jósef Stalín var og hét. Stjórnvöld í Kreml ganga nú æ harðar fram í að kæfa niður allt andóf gegn Pútín og fangelsa og ógna pólitískum andstæðingum og frjálsum fjölmiðlum í landinu. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum, sem hún segir háttsetta rússneska embættismenn, að Pútín vilji semja um vopnahlé en hann sé einnig tilbúinn að halda stríðinu áfram eins lengi og þörf krefji fallist Úkraínumenn ekki á það. Rússar hafa nú tæplega fimmtung Úkraínu á valdi sínu. Pútín var spurður út í þær fréttir á blaðamannafundi í Hvíta-Rússlandi í dag. Hann sagði að hefja ætti friðarviðræður að nýju á grundvelli „raunveruleikans á staðnum“ og í anda tillaganna sem voru ræddar á fyrstu vikum stríðsins fyrir rúmum tveimur árum. Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gaf lítið fyrir meintan friðarvilja Pútín í færslu á samfélagmiðlinum X í dag. Þar sakaði hann Pútín um að reyna að spilla fyrir friðarfundi sem á að fara fram í Sviss að undirlagi Úkraínumanna í næsta mánuði með því að senda frá sér fölsk skilaboð um að hann sé tilbúinn að stöðva stríðið. „Pútín hefur engan áhuga á að stöðva árás sína á Úkraínu þessa stundina. Aðeins regluföst og sameinuðu rödd meirihluta alþjóðasamfélagsins getur þvingað hann til þess að velja frið fram yfir stríð,“ skrifaði Kuleba. Selenskíj hefur ítrekað hafnað því að semja um frið á forsendum Rússa sem hafa sölsað undir sig stóran hluta Úkraínu.Vísir/EPA Dregur lögmæti Selenskíj í efa Markmið friðarfundarins í Sviss í júní er að finna samhljóm á meðal þjóða um hvernig hægt sé að binda enda á stríðið í Úkraínu, að sögn Reuters. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, boðaði til fundarins en hann hefur sagt að Pútín ætti ekki að sækja hann. Gestgjafarnir í Sviss hafa ekki boðið Rússum. Pútín dró lögmæti Selenskíj sem viðsemjanda í efa þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Fimm ára kjörtímabili Selenskíj sem forseta lauk í vikunni en forsetakosningar voru ekki haldnar í ljósi þess að herlög gilda vegna stríðsins. „En við hvern eigum við að semja? Það er ekki gagnslaus spurning. Við áttum okkur auðvitað á að lögmæti sitjandi þjóðhöfðingja er útrunnið,“ sagði Pútín. Selenskíj hefur ítrekað sagt að friður á forsendum Rússa komi ekki til mála og hefur heitið því að vinna til baka hernumin svæði, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrir áratug. Reuters segir að Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra taki ummælum Pútín um lögmæti Selenskíj til marks um að honum sé ekki alvara með tali um friðarviðræður. Pútín var sjálfur endurkjörinn forseti í fjórða sinn í kosningum í vor sem fá lýðræðisríki telja hafa verið sanngjarnar. Þar á hann að hafa fengið rúmlega 88 prósent atkvæða. Sitji Pútín út kjörtímabilið verður hann þaulsetnasti leiðtogi Rússlands frá því að alræðisherrann Jósef Stalín var og hét. Stjórnvöld í Kreml ganga nú æ harðar fram í að kæfa niður allt andóf gegn Pútín og fangelsa og ógna pólitískum andstæðingum og frjálsum fjölmiðlum í landinu.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11