Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2024 07:09 Kosningabaráttan er hafin og Sunak verið á ferð og flugi að hitta kjósendur. Með honum í för er eigikona hans, Akshata Murty, en faðir hennar er meðal ríkustu manna heims. AP/Chris Ratcliffe Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira