Minntist Murray eftir sigur á PGA-mótaröðinni: „Sorgardagur fyrir golfið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 11:31 Davis Riley vann sitt fyrsta PGA-mót í gær. getty/Sam Hodde Davis Riley minntist Graysons Murray eftir að hann hrósaði sigri á móti á PGA-mótaröðinni í gær. Murray féll frá á laugardaginn, aðeins þrítugur. Foreldrar Murrays greindu frá því að hann hefði svipt sig lífi á laugardaginn. Hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni daginn áður. Hann hafði þá leikið sextán holur á öðrum hring mótsins. Fráfall Murrays setti auðvitað sitt mark á síðasta keppnisdaginn á Charles Schwab Challenge. Kylfingar og kylfusveinar báru rauða og svarta borða á derhúfum sínum eða bolum til minningar um Murray. Hann klæddist oft rauðu og svörtu sem eru litir íshokkíliðsins Carolina Hurricanes. Murray var frá Norður-Karólínu. Riley varð hlutskarpastur á Charles Schwab Challenge og vann þar með sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Eftir sigurinn nýtti hann tækifærið til að minnast Murrays. „Þetta er sorgardagur fyrir golfið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar samúðarkveðjur. Það var klárlega eitthvað auka að spila fyrir í dag [í gær],“ sagði Riley sem lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Hann var fimm höggum á undan Keegan Bradley og Scottie Scheffler. Murray vann tvö PGA-mót á ferlinum. Það síðara var Sony Open á Hawaii í janúar síðastliðnum. Áður hafði hann unnið Barbasol Championship fyrir sjö árum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Foreldrar Murrays greindu frá því að hann hefði svipt sig lífi á laugardaginn. Hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni daginn áður. Hann hafði þá leikið sextán holur á öðrum hring mótsins. Fráfall Murrays setti auðvitað sitt mark á síðasta keppnisdaginn á Charles Schwab Challenge. Kylfingar og kylfusveinar báru rauða og svarta borða á derhúfum sínum eða bolum til minningar um Murray. Hann klæddist oft rauðu og svörtu sem eru litir íshokkíliðsins Carolina Hurricanes. Murray var frá Norður-Karólínu. Riley varð hlutskarpastur á Charles Schwab Challenge og vann þar með sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Eftir sigurinn nýtti hann tækifærið til að minnast Murrays. „Þetta er sorgardagur fyrir golfið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar samúðarkveðjur. Það var klárlega eitthvað auka að spila fyrir í dag [í gær],“ sagði Riley sem lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Hann var fimm höggum á undan Keegan Bradley og Scottie Scheffler. Murray vann tvö PGA-mót á ferlinum. Það síðara var Sony Open á Hawaii í janúar síðastliðnum. Áður hafði hann unnið Barbasol Championship fyrir sjö árum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira