Skoðun

Ég treysti Katrínu

Guðný Hildur Magnúsdóttir skrifar

Ég hef þekkt Katrínu Jakobsdóttur í yfir 20 ár og unnið með henni í stjórnmálastarfi allan þann tíma. Ég tel mig því þekkja hana býsna vel, bæði sem samstarfskonu og vinkonu. 

Katrín er einstaklega vel gerð manneskja, skarpgreind, hamhleypa til vinnu, heilsteypt og traust. En hennar besti eiginleiki er færni hennar í mannlegum samskiptum. Katrín er eins við alla sem hún hittir, blátt áfram, hlý og með einlægan áhuga á því sem fólk hefur að segja. Hún ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og mismunandi lífsreynslu, er opin og fordómalaus, en um leið trú sínum lífsskoðunum og gildum. 

Til viðbótar þessu þá er hún einstaklega skemmtileg manneskja, húmorísk, jákvæð og algjörlega laus við alla tilgerð. Öllum líður vel í félagsskap Katrínar og hún kallar fram það besta í fólki sem hún hefur samskipti við. Allt þetta gerir hana einstaklega færa í að gegna embætti forseta Íslands. 

Ég mun kjósa Katrínu í forsetakosningunum næsta laugardag því ég treysti henni best af því ágæta fólki sem er í framboði.

Höfundur er félagsráðgjafi og félagsmálastjóri í Bolungarvík




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×