Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármálin í íslenskum fótbolta. Skýrsluna má nálgast með því að smella hér.
Árið 2023 hagnaðist Breiðablik um 107 milljónir króna á félagaskiptum. Hagnaðurinn var tíu milljónum minna en árið á undan.
Fjögur félög skera sig úr þegar kemur að hagnaði vegna félagaskipta. Þetta eru Breiðablik, Víkingur, ÍA og Stjarnan.
Tekjur vegna félagaskipta eru bæði tekjur vegna sölu á leikmönnum, lánsmanna auk frammistöðutengdra tekna vegna áður seldra leikmanna.
Víkingur hagnaðist um 99 milljónir króna vegna félagaskipta 2023, 55 milljónum meira en á síðasta ári.
ÍA fékk um 97 milljónir króna í félagaskiptatekjur. Munar þar eflaust miklu um sölu FC Kaupmannahafnar á Skagamanninum Hákoni Arnari Haraldssyni til Lille í Frakklandi. Stjarnan fékk svo 63 milljónir í kassann vegna félagaskipta 2023.
FH og Fram högnuðust bæði um 28 milljónir króna vegna félagaskipta á síðasta ári.
Alls var hagnaður íslensku félaganna vegna félagaskipta í fyrra 485 milljónir króna.
Hagnaður vegna félagaskipta 2023
- Breiðablik - 107 milljónir króna
- Víkingur - 99
- ÍA - 97
- Stjarnan - 63
- FH - 28
- Fram - 28
- Fylkir - 20
- Grótta - 16
- Valur - 12
- KA - 5
- Fjölnir - 5
- KR - 2
- HK - 2
- Þróttur - 1
- Keflavík - 1
- ÍBV - 0
- Þór/KA - 0
- Afturelding - 0
- Leiknir - 0
- Selfoss - 0
- Tindastóll - 0