Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 18:11 Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans. Vísir/Vilhelm Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Traustið við frostmark Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira
Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Traustið við frostmark Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira