Katrínu sem forseta Eiríkur Finnur Greipsson skrifar 29. maí 2024 11:30 Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar