Hvetja fólk til að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 13:33 Verðmerkingar voru rangar í bæði Skeifunni og Kringlunni. Mynd/Hagkaup Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara. Í tilkynningu frá ASÍ segir að rangmerkt verð hafi oftast verið að finna á finna á pappírsverðmiðum í Hagkaup, en þó ekki eingöngu þar. Þetta er niðurstaða greiningar á gögnum sem verðlagseftirlit ASÍ hefur aflað undanfarnar vikur en þau fara í hverri viku í verslanir til að afla gagna. Í tilkynningu segir að við athugun á verðgögnum eftirlitsins frá aprílbyrjun hafi mátt finna mörg dæmi um tvö verð í sömu verslun sama dag. Langoftast var þar um Hagkaupsverslun að ræða. Eftirfarandi dæmi má nefna um tví-verðmerktar vörur: • Engifer, Hagkaup Spönginni: 1.399 krónur og 1.599 krónur. • Dökkt sykurlaust Valor súkkulaði, Hagkaup Smáratorgi: 419 krónur og 479 krónur. • Þristaterta, Hagkaup Kringlunni: 2.239 krónur og 2.499 krónur. • Móðir Náttúra indverskar pönnukökur, Hagkaup Kringlunni: 1.499 krónur og 1.579 krónur. Nokkrir tugir annarra vara fundust, til dæmis fleiri vörur frá Valor, aðrar frá Nóa Síríus, Kjörís Hlunkar, Ítalía Pestó og svo framvegis. Eins og gefur að líta er hér um alls kyns flokka að ræða og lítið mynstur annað en að yfirleitt er um pappírsmerkingar að ræða á að minnsta kosti öðru verðinu. Sektir hafi ekki dugað Í tilkynningu ASÍ segir að verðmerkingum Hagkaups hafi verið ábótavant lengi. Neytendastofa hafi framkvæmt athugun í nokkur skipti í fyrra í verslunum Hagkaups í Skeifunni og Kringlunni á tímabilinu febrúar til maí. Í júní hafi stofnunin beint þeim tilmælum til þeirra að koma verðmerkingum í rétt horf. Fyrirtækið var sektað um 150 þúsund krónur. „Sektir Neytendastofu í þessum tveimur málum námu 150.000 krónum, en það hefur ekki dugað til, því enn eru verðmerkingar óviðunandi í Hagkaupsverslunum. Verðlagseftirlitið brýnir því fyrir fólki að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara og athuga sérstaklega við kassann hvort rétt verð sé rukkað,“ segir að lokum í tilkynningu ASÍ. Neytendur Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ segir að rangmerkt verð hafi oftast verið að finna á finna á pappírsverðmiðum í Hagkaup, en þó ekki eingöngu þar. Þetta er niðurstaða greiningar á gögnum sem verðlagseftirlit ASÍ hefur aflað undanfarnar vikur en þau fara í hverri viku í verslanir til að afla gagna. Í tilkynningu segir að við athugun á verðgögnum eftirlitsins frá aprílbyrjun hafi mátt finna mörg dæmi um tvö verð í sömu verslun sama dag. Langoftast var þar um Hagkaupsverslun að ræða. Eftirfarandi dæmi má nefna um tví-verðmerktar vörur: • Engifer, Hagkaup Spönginni: 1.399 krónur og 1.599 krónur. • Dökkt sykurlaust Valor súkkulaði, Hagkaup Smáratorgi: 419 krónur og 479 krónur. • Þristaterta, Hagkaup Kringlunni: 2.239 krónur og 2.499 krónur. • Móðir Náttúra indverskar pönnukökur, Hagkaup Kringlunni: 1.499 krónur og 1.579 krónur. Nokkrir tugir annarra vara fundust, til dæmis fleiri vörur frá Valor, aðrar frá Nóa Síríus, Kjörís Hlunkar, Ítalía Pestó og svo framvegis. Eins og gefur að líta er hér um alls kyns flokka að ræða og lítið mynstur annað en að yfirleitt er um pappírsmerkingar að ræða á að minnsta kosti öðru verðinu. Sektir hafi ekki dugað Í tilkynningu ASÍ segir að verðmerkingum Hagkaups hafi verið ábótavant lengi. Neytendastofa hafi framkvæmt athugun í nokkur skipti í fyrra í verslunum Hagkaups í Skeifunni og Kringlunni á tímabilinu febrúar til maí. Í júní hafi stofnunin beint þeim tilmælum til þeirra að koma verðmerkingum í rétt horf. Fyrirtækið var sektað um 150 þúsund krónur. „Sektir Neytendastofu í þessum tveimur málum námu 150.000 krónum, en það hefur ekki dugað til, því enn eru verðmerkingar óviðunandi í Hagkaupsverslunum. Verðlagseftirlitið brýnir því fyrir fólki að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara og athuga sérstaklega við kassann hvort rétt verð sé rukkað,“ segir að lokum í tilkynningu ASÍ.
Neytendur Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira