Hvern ætlar þú að kjósa? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 29. maí 2024 15:46 Ég? Ég veit það ekki. Katrín er með vafasama fortíð í stjórnmálum og hefur ekki alltaf verið sjálfri sér samkvæm. Ég held að hún sé raunverulega góð kona og hafi alltaf ætlað sér að gera góða hluti í stjórnmálum og koma góðu til leiðar og að í mörgum málum gerði hún það. En í öðrum málum gerði hún það ekki. Gagnrýnin fer fyrir brjóstið á henni, eðlilega. Öllum finnst erfitt að fá neikvæða gagnrýni. Það er að hafa af henni atkvæði og hennar kosningabarátta hefur snúist um að verjast þeim sem hana gagnrýna í stað þess að hafa tíma til að tala fyrir því góða sem hún hefur gert og vill gera. Það er leiðinlegt að vera í sífelldri vörn en það er líka erfitt að kjósa fólk sem er alltaf í vörn í stað þess að horfast í augu við fólk og í eigin barm og mögulega viðurkenna að víða hafi pottur verið brotinn og stundum hafi maður getað gert betur. Ég veit ekki hvort henni muni hugnast að snúa aftur í stjórnmálin ef hún tapar. Kannski þess vegna hikar hún við að viðurkenna að hún hafi kannski ekki alltaf gert rétt í sambúðinni með Bjarna. En kannski gerir hún það ekki núna heldur svo hún eigi kannski afturkvæmt? Eða kannski finnst henni hún hafa alltaf gert rétt? Mér fannst allavega í kappræðunum í gær framan af að hún væri sár og reið yfir þessum ásökunum og fyndist þær ósanngjarnar og sé orðin leið á vörninni. Annars finnst mér fólk alltaf mest sexy þegar það er heiðarlegt í sinni sannfæringu og hikar ekki við að standa með henni í stað þess að svara svona hvorki né og kannski með einhverjum orðum sem erfitt er að skilja og lenda einhvern veginn hvergi. En mest sexy finnst mér þegar fólk étur hattinn sinn. Arnar Þór, hann er ekki alveg að ná til mín. Veit ekki hvað það er. Halla Hrund, ég held hún sé frábær og hjartahrein en hún er að vanda sig í stað þess að vera hún sjálf og það er aðeins fyrir henni. Ef hún yrði forseti vil ég að hún fái raddþjálfun og að hún gleymi öllu sem hún lærði um handahreyfingarnar. Hún er brosmild og greind og hún á fullt erindi í þetta embætti. Held hún yrði frábær. Ég veit samt ekki með það að ala upp börn á Bessastöðum. Kannski er það fínt en ég held að það sé meira næs fyrir þau að alast ekki upp á Bessastöðum. En ég veit ekkert um það. Kannski er þetta andfeminísk skoðun en ég held að börnum sé betur borgið í sandkassa með drullu í horinu en með bryta í hönskum eins og hjá Batman. Ég er líka til Í Baldur. Ég held líka að hann yrði frábær. Hann veit allskonar og mér er alveg sama hvort hann sé hommi eða ekki hommi. En fyrir regnbogabaráttuna í heiminum þá væri það frábært. Mér finnst hann bara koma vel fyrir, þarf ekkert að vanda sig eins og hann gerir stundum, hann má bara aðeins slaka. Hann yrði frábær forseti. Ég er líka til í Jón. Mér finnst hann heill og skemmtilegur og hann á rosalega flotta konu. Hann er með hjartað á réttum stað og þorir að segja sína skoðun þegar kemur að mannréttindum. Það á ekki að drepa börn. Punktur. Í pallborðsumræðum mætti hjálpa Jóni og setja hann við hlið spyrilsins því Jón heyrir ekki alltaf vel og mér finnst það bara lágmark að koma til móts við það. Það ætti líka að vera táknmálstúlkur á öllum þessum stöðum, allt ætti að vera textað á erlendum tungumálum eða hægt að vera með live túlk. Ég er líka til í Höllu Tómasdóttur. Mér finnst hún móðurleg og heiðarleg. Reynslumikil. Hún þarf ekkert að æfa sig því hún er búin að vera að æfa sig í 35 ár. Fullþjálfuð í að koma vel fyrir og vera heiðarleg gagnvart sjálfri sér og öðrum. Búin að prófa allskonar og troða sér inn í karlaheim og koma sér vel fyrir. Hún hafði alveg fyrir því. Kona vappar ekkert inn í svona stöður bara af því bara. Hún vann fyrir því löngu áður en það komst í tísku. Hún kemur vel fyrir sig orði og eins og hún sagði á live fundi að hún undirbýr sig ekki fyrir spurningar. Hún hlustar og reynir svo að svara eftir eigin sannfæringu. Og fólk potar alveg í hennar fortíð úr viðskiptalífinu en ég held að hún hafi í alvörunni reynt að bæta viðskiptahætti í heiminum og veita konum brautargengi og mér finnst það frábært. Mér finnst Meistaradeildin vera snilld. Steinunn, Ásdís, Ástþór, Viktor og Helga Þóris. Mér finnst skoðanakannanir og kappræður hafa verið ósanngarn vettvangur fyrir þeirra kosningabaráttu og útiloka að þau geti náð langt. Steinunn tók reyndar Forystusætið í nefið en hún er ekkert allra og hefur hreyft við fólki með skoðunum sínum á ýmsum hlutum. En hún þorir þegar aðrir þegja. Meistaradeildin hefur verið fyndin á internetinu og staðið saman og mér finnst það aðdáunarvert. En mér finnst að þeim vegið því þau hafa ekki fengið sömu tækifæri í fjölmiðlum og aðrir og hafa ekki sama fjármagn á bak við sig eins og margir hinna. Þau hafa gert þessa kosningabaráttu litríkari og betri, þau eru fyndin og ég elska þau mjög mikið fyrir það. Þau yrðu öll góðir forsetar með ólíkar áherslur sem hugnast kannski ekki endilega öllum. Ég hlakka til að dubba mig upp þann 1. júní, dreypa á kampavíni, kaffi og súkkulaði yfir daginn og fara að kjósa í Ráðhúsi Reykjavíkur sem mér finnst mjög hátíðlegt. Í pottinum mínum eru Halla T, Halla Hrund, Jón Gnarr og Baldur og ég set hjarta við Meistaradeildina í heild sinni vegna samstöðu sinnar og skemmtanagildi í þessarri kosningabaráttu. Vegna þeirra hefur hún verið hressandi, ekki bara í húmor heldur ólíkum sjónarmiðum og skarpri greind. Þó Katrín hafi gert margt gott þá finnst mér eitthvað siðlaust við það að gera það að sínu síðasta embættisverki að skila lyklunum að forsætisráðherraskrifstofunni í hendurnar á Bjarna Ben og setja svo Bessastaðalyklana á kippuna í staðinn. Af því er bananalýðveldislykt. Kjósum fólk sem er mannlegt með hjartað á réttum stað og þorir að standa með mannréttindum, þorir þegar aðrir þegja og hika ekki við að éta hattinn sinn þegar hann er í matinn. Það gera allavega Halla T og Jón. Og ég held alveg að Baldur hafi étið nokkra hatta. Ég trúi því líka að ef Halla T, Jón eða Steinunn komast á Bessastaði þá held ég að þau muni opna Bessastaði og tengja embættið betur við þjóðina. Afhverju er ekki 17. júní hátíð á Bessastöðum fyrir börnin með Hr. Hnetusmjöri? Afhverju er aldrei tívolí á Bessastöðum? Afhverju er ekki heitur pottur fyrir sjósundsfólk á Bessastöðum? Afhverju eru ekki tónleikar á Bessastöðum? Eða leiksýningar fyrir börnin? Afhverju er svona mikill aðskilnaður á milli Bessastaða og fólksins í landinu? Afhverju er ekki kaffihús á Bessastöðum þar sem mæður geta komið og lagt börnin í vagninn og fengið sér kaffi á meðan þau lúra í vindinum? Afhverju er ekki almenningssundlaug og heitir pottar á Bessastöðum? Afhverju er aðeins útvöldum bara boðið á Bessastaði á tyllidögum? Forsetaframbjóðendur hafa varla komið á Bessastaði og enn síður pöpullinn. Ég vona að næsti forseti opni Bessastaði og bjóði pöpulnum heim. En í ljósi þess að enginn frambjóðenda virðist vita nákvæmlega hvað þjóðarmorð þýðir þá er hér ágætis samantekt af internetinu: Eftirtaldir verknaðir teljast þjóðarmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum: a) að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi,b) að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða,c) að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans,d) að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum,e) að flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Það er fullt af frambærilegu fólki í boði, maður þarf ekki að vera búinn að fara í forsetaskólann til að verða forseti. Sú manneskja sem verður kosin mun bara læra inn á starfið með her manns til að hjálpa sér fyrstu dagana. Ekki vera banani. Kjósum einhvern næs. Kjósum með hjartanu og vonum að það dugi. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Ég? Ég veit það ekki. Katrín er með vafasama fortíð í stjórnmálum og hefur ekki alltaf verið sjálfri sér samkvæm. Ég held að hún sé raunverulega góð kona og hafi alltaf ætlað sér að gera góða hluti í stjórnmálum og koma góðu til leiðar og að í mörgum málum gerði hún það. En í öðrum málum gerði hún það ekki. Gagnrýnin fer fyrir brjóstið á henni, eðlilega. Öllum finnst erfitt að fá neikvæða gagnrýni. Það er að hafa af henni atkvæði og hennar kosningabarátta hefur snúist um að verjast þeim sem hana gagnrýna í stað þess að hafa tíma til að tala fyrir því góða sem hún hefur gert og vill gera. Það er leiðinlegt að vera í sífelldri vörn en það er líka erfitt að kjósa fólk sem er alltaf í vörn í stað þess að horfast í augu við fólk og í eigin barm og mögulega viðurkenna að víða hafi pottur verið brotinn og stundum hafi maður getað gert betur. Ég veit ekki hvort henni muni hugnast að snúa aftur í stjórnmálin ef hún tapar. Kannski þess vegna hikar hún við að viðurkenna að hún hafi kannski ekki alltaf gert rétt í sambúðinni með Bjarna. En kannski gerir hún það ekki núna heldur svo hún eigi kannski afturkvæmt? Eða kannski finnst henni hún hafa alltaf gert rétt? Mér fannst allavega í kappræðunum í gær framan af að hún væri sár og reið yfir þessum ásökunum og fyndist þær ósanngjarnar og sé orðin leið á vörninni. Annars finnst mér fólk alltaf mest sexy þegar það er heiðarlegt í sinni sannfæringu og hikar ekki við að standa með henni í stað þess að svara svona hvorki né og kannski með einhverjum orðum sem erfitt er að skilja og lenda einhvern veginn hvergi. En mest sexy finnst mér þegar fólk étur hattinn sinn. Arnar Þór, hann er ekki alveg að ná til mín. Veit ekki hvað það er. Halla Hrund, ég held hún sé frábær og hjartahrein en hún er að vanda sig í stað þess að vera hún sjálf og það er aðeins fyrir henni. Ef hún yrði forseti vil ég að hún fái raddþjálfun og að hún gleymi öllu sem hún lærði um handahreyfingarnar. Hún er brosmild og greind og hún á fullt erindi í þetta embætti. Held hún yrði frábær. Ég veit samt ekki með það að ala upp börn á Bessastöðum. Kannski er það fínt en ég held að það sé meira næs fyrir þau að alast ekki upp á Bessastöðum. En ég veit ekkert um það. Kannski er þetta andfeminísk skoðun en ég held að börnum sé betur borgið í sandkassa með drullu í horinu en með bryta í hönskum eins og hjá Batman. Ég er líka til Í Baldur. Ég held líka að hann yrði frábær. Hann veit allskonar og mér er alveg sama hvort hann sé hommi eða ekki hommi. En fyrir regnbogabaráttuna í heiminum þá væri það frábært. Mér finnst hann bara koma vel fyrir, þarf ekkert að vanda sig eins og hann gerir stundum, hann má bara aðeins slaka. Hann yrði frábær forseti. Ég er líka til í Jón. Mér finnst hann heill og skemmtilegur og hann á rosalega flotta konu. Hann er með hjartað á réttum stað og þorir að segja sína skoðun þegar kemur að mannréttindum. Það á ekki að drepa börn. Punktur. Í pallborðsumræðum mætti hjálpa Jóni og setja hann við hlið spyrilsins því Jón heyrir ekki alltaf vel og mér finnst það bara lágmark að koma til móts við það. Það ætti líka að vera táknmálstúlkur á öllum þessum stöðum, allt ætti að vera textað á erlendum tungumálum eða hægt að vera með live túlk. Ég er líka til í Höllu Tómasdóttur. Mér finnst hún móðurleg og heiðarleg. Reynslumikil. Hún þarf ekkert að æfa sig því hún er búin að vera að æfa sig í 35 ár. Fullþjálfuð í að koma vel fyrir og vera heiðarleg gagnvart sjálfri sér og öðrum. Búin að prófa allskonar og troða sér inn í karlaheim og koma sér vel fyrir. Hún hafði alveg fyrir því. Kona vappar ekkert inn í svona stöður bara af því bara. Hún vann fyrir því löngu áður en það komst í tísku. Hún kemur vel fyrir sig orði og eins og hún sagði á live fundi að hún undirbýr sig ekki fyrir spurningar. Hún hlustar og reynir svo að svara eftir eigin sannfæringu. Og fólk potar alveg í hennar fortíð úr viðskiptalífinu en ég held að hún hafi í alvörunni reynt að bæta viðskiptahætti í heiminum og veita konum brautargengi og mér finnst það frábært. Mér finnst Meistaradeildin vera snilld. Steinunn, Ásdís, Ástþór, Viktor og Helga Þóris. Mér finnst skoðanakannanir og kappræður hafa verið ósanngarn vettvangur fyrir þeirra kosningabaráttu og útiloka að þau geti náð langt. Steinunn tók reyndar Forystusætið í nefið en hún er ekkert allra og hefur hreyft við fólki með skoðunum sínum á ýmsum hlutum. En hún þorir þegar aðrir þegja. Meistaradeildin hefur verið fyndin á internetinu og staðið saman og mér finnst það aðdáunarvert. En mér finnst að þeim vegið því þau hafa ekki fengið sömu tækifæri í fjölmiðlum og aðrir og hafa ekki sama fjármagn á bak við sig eins og margir hinna. Þau hafa gert þessa kosningabaráttu litríkari og betri, þau eru fyndin og ég elska þau mjög mikið fyrir það. Þau yrðu öll góðir forsetar með ólíkar áherslur sem hugnast kannski ekki endilega öllum. Ég hlakka til að dubba mig upp þann 1. júní, dreypa á kampavíni, kaffi og súkkulaði yfir daginn og fara að kjósa í Ráðhúsi Reykjavíkur sem mér finnst mjög hátíðlegt. Í pottinum mínum eru Halla T, Halla Hrund, Jón Gnarr og Baldur og ég set hjarta við Meistaradeildina í heild sinni vegna samstöðu sinnar og skemmtanagildi í þessarri kosningabaráttu. Vegna þeirra hefur hún verið hressandi, ekki bara í húmor heldur ólíkum sjónarmiðum og skarpri greind. Þó Katrín hafi gert margt gott þá finnst mér eitthvað siðlaust við það að gera það að sínu síðasta embættisverki að skila lyklunum að forsætisráðherraskrifstofunni í hendurnar á Bjarna Ben og setja svo Bessastaðalyklana á kippuna í staðinn. Af því er bananalýðveldislykt. Kjósum fólk sem er mannlegt með hjartað á réttum stað og þorir að standa með mannréttindum, þorir þegar aðrir þegja og hika ekki við að éta hattinn sinn þegar hann er í matinn. Það gera allavega Halla T og Jón. Og ég held alveg að Baldur hafi étið nokkra hatta. Ég trúi því líka að ef Halla T, Jón eða Steinunn komast á Bessastaði þá held ég að þau muni opna Bessastaði og tengja embættið betur við þjóðina. Afhverju er ekki 17. júní hátíð á Bessastöðum fyrir börnin með Hr. Hnetusmjöri? Afhverju er aldrei tívolí á Bessastöðum? Afhverju er ekki heitur pottur fyrir sjósundsfólk á Bessastöðum? Afhverju eru ekki tónleikar á Bessastöðum? Eða leiksýningar fyrir börnin? Afhverju er svona mikill aðskilnaður á milli Bessastaða og fólksins í landinu? Afhverju er ekki kaffihús á Bessastöðum þar sem mæður geta komið og lagt börnin í vagninn og fengið sér kaffi á meðan þau lúra í vindinum? Afhverju er ekki almenningssundlaug og heitir pottar á Bessastöðum? Afhverju er aðeins útvöldum bara boðið á Bessastaði á tyllidögum? Forsetaframbjóðendur hafa varla komið á Bessastaði og enn síður pöpullinn. Ég vona að næsti forseti opni Bessastaði og bjóði pöpulnum heim. En í ljósi þess að enginn frambjóðenda virðist vita nákvæmlega hvað þjóðarmorð þýðir þá er hér ágætis samantekt af internetinu: Eftirtaldir verknaðir teljast þjóðarmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum: a) að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi,b) að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða,c) að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans,d) að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum,e) að flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Það er fullt af frambærilegu fólki í boði, maður þarf ekki að vera búinn að fara í forsetaskólann til að verða forseti. Sú manneskja sem verður kosin mun bara læra inn á starfið með her manns til að hjálpa sér fyrstu dagana. Ekki vera banani. Kjósum einhvern næs. Kjósum með hjartanu og vonum að það dugi. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar