Könnunin var unnin af Maskínu fyrir fréttastofuna en í kvöld verða svo kappræður á milli þeirra frambjóðenda sem mælst hafa með mesta fylgið í könnunum hingað til.
Einnig fjöllum við um eldgosið sem hófst á Reykjanesi í gær og ræðum við Víði Reynisson og heyrum einnig í eldfjallasérfræðingi um framhaldið.
Að auki verða málefni Palestínu á dagkskrá en formaður Samfylkingarinnar vill að Íslendingar beiti sér fyrir málinu á vettvangi Norðurlandanna.
Og í Íþróttapakkanum er það íslandsmeistaratitill Vals í körfunni sem komst í höfn í gær sem verður til umfjöllunar ásamt öðru.